Jon Jones með öruggan sigur en var næstum því dæmdur úr leik Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. mars 2019 07:52 Vísir/Getty UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30