Jon Jones með öruggan sigur en var næstum því dæmdur úr leik Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. mars 2019 07:52 Vísir/Getty UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30