Sport

Sögulegur árangur í lokagrein Snorra á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Snorri Einarsson
Snorri Einarsson mynd/skí
Snorri Einarsson skrifaði nýtt blað í sögu skíðagöngu á Íslandi þegar hann náði besta árangri sínum frá upphafi.

Snorri lauk keppni á HM í skíðagöngu í Austurríki á 50 kílómetra göngu.

Hann byrjaði leik í 52. sæti en ræst er út eftir heimslista FIS en vann sig upp í 18. sætið sem er hans besti árangur og besti árangur hjá íslenskum skíðagöngumanni.

Hans Christer Holund vann keppnina með miklum yfirburðum, hann var tæpum þrjátíu sekúndum á undan næsta manni. Tími Snorra var 1:51;14,9 klukkustund en Holund kom í mark á 1:49:59,3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×