Álftin laus við Red Bull dósina og komin í Húsdýragarðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 13:27 Unnið að því að klippa dósina af gogg álftarinnar. Britta Steger Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli. Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli.
Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira