Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár 5. mars 2019 13:52 Aldrei hefur verið leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira