Róla fyrir góðan trúnó Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2019 15:00 Greta Salóme er heimakær og nýtur þess að vera heima með kærasta sínum þegar færi gefst frá tíðum tónleikaferðum vestur um haf. Í gluggakistunni í baksýn stendur undurfagur strútslampi sem hagleiksmaðurinn og faðir Gretu Salóme skóp úr strútseggi og er í miklu uppáhaldi á heimilinu. MYND/STEFÁN Strútslampi og róla eru dýrgripir Gretu Salóme heima við. Hún kveikir á kertum í glaða sólskini og segist lánsöm með kærasta sem stendur traustur við bak hennar en þarf stundum að róa niður í húsverkum. „Ég fríkaði út þegar ég sá hvað leyndist í jólapakkanum frá pabba og mömmu. Mig hafði svo lengi dreymt um að eignast rólu eins og er við sumarbústað foreldra minna á Laugarvatni og þarna var hún komin, handsmíðuð af pabba og alveg ekta róla fyrir góðan trúnó,“ segir Greta Salóme kát um sinn uppáhaldshúsmun heima. Rólan hangir fyrir ofan sólpallinn. „Eftir að snjóinn tók upp og daginn tók að lengja veit ég fátt betra en að laumast út í róluna með hlýtt teppi og heitan drykk til að njóta slökunar,“ segir Greta Salóme og vaggar í notalegum takti rólunnar í fögrum Mosfellsbæ.Strútslampi pabba í dálæti „Ég er Mosfellingur í húð og hár og vil hvergi annars staðar búa,“ segir Greta Salóme sem keypti íbúð í Mosfellsbæ fyrir þremur árum. „Staðsetning bæjarins er rómantísk, nátengd náttúrunni og mér finnst æðislegt að geta stigið rétt út fyrir túnfótinn og vera komin út í sveit. Töfrar Mosfellsbæjar felast þó fyrst og fremst í því að stórfjölskyldan býr í húsunum í kring. Það er ómetanlegt, sérstaklega þegar ég er lungann úr árinu í burtu, að koma heim og hafa fólkið mitt svona nærri. Við nánast skokkum út á náttfötunum hvert til annars,“ segir Greta Salóme og hlær. Heimili Gretu Salóme og Elvars Þórs Karlssonar, sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf hjá Íslandsbanka, er glæsilegt. Stíllinn ber vott um bjarta, skandinavíska naumhyggju og Greta Salóme velur hvern hlut til heimilisins af gaumgæfni. „Uppáhaldsstofustássið er strútslampi sem pabbi bjó til og gaf mér líka í jólagjöf. Pabbi er smiður og starfar sem byggingastjóri en er einn listrænasti einstaklingur sem ég hef kynnst um dagana. Hann er einstaklega fær handverksmaður, eins og lampinn ber glöggt merki um. Hann skóf innan úr strútsegginu, gerði göt á skurnina og útkoman er ómótstæðileg,“ segir Greta Salóme um gullfallegan lampann sem gefur frá sér draumkennt skin þegar skyggir.Margir munir úr listrænum höndum föður Gretu Salóme prýða heimili hennar, þar á meðal útirólan sem hún situr í á myndinni og hann smíðaði handa henni í jólagjöf.MYND/STEFÁNÁst, einlægni og vellíðan Greta Salóme féll kylliflöt fyrir heimili sínu þegar hún gekk fyrst inn í stórt og opið eldhúsið. „Eldhúsið er hjarta heimilisins. Ég hef mikið yndi af eldamennsku og nýt þess að matreiða hollan og bragðgóðan mat. Við Elvar höfum verið mikið saman í Taílandi og ef ég ætti að vippa fram gómsætum rétti sem líka er hollur væri það kjúklingur í rauðu, taílensku karrí. Það er rétturinn okkar Elvars,“ upplýsir Greta Salóme sem er mikil húsmóðir í sér. „Ég hef gaman af húsverkunum og finnst óreiða óþægileg. Ég vinn mikið heima við að semja, taka upp og æfa og finnst þá vont að hafa allt í drasli. Heimilið ber því vott um að allir hlutir eigi sinn stað og hér er oftast hreint og tiltekið,“ segir Greta Salóme en Elvar slær henni þó við í þessum efnum. „Hann slakar aldrei á, er sífellt að þrífa, gera og græja, og þegar ég er í útlöndum heldur hann heimilinu í toppstandi. Ég þarf aldrei að reka á eftir honum í verkin, það er frekar að ég þurfi að róa hann niður!“ segir Greta Salóme og skellir upp úr, stálheppin með mannsefni. „Við Elvar eigum sameiginlegt að gera heimilið fallegt og vera heimakær. Það eru ekki svo margar stundir sem við eigum saman heima en þegar við eigum tímann fyrir okkur finnst okkur dásamlegt að vera bara heima,“ segir Greta Salóme. Það var einlægni Elvars sem hitti hana í hjartastað. „Elvar er svo hreinn og beinn, og það eru kostir sem maður tekur ekki sem sjálfsögðum hlut. Eftir að ég fór að túra svona mikið um heiminn er einstök tilfinning og tær vellíðan að vera með manni sem styður mann og hvetur til dáða. Mér þykir það ótrúlega óeigingjarnt af honum og finnst ég heldur betur vera heppin.“Stórt, opið eldhús hreif Gretu Salóme þegar hún keypti sér íbúð í Mosfellsbæ. Hún segist vera mikil húsmóðir í sér og hafa yndi af eldamennsku og húsverkum.Flytur fegurstu lög í heimi Í kvöld verður Greta Salóme með kertaljósatónleika í Lindakirkju ásamt Óskari Einarssyni. „Ég hef það frá ömmu að vera kertasjúklingur. Ég tendra líka á kertum yfir bjartasta sumartímann, er alltaf með augun opin fyrir fallegum kertastjökum en í dálæti eru Flexor-stjakarnir úr Snúrunni,“ upplýsir Greta Salóme sem leikur á fiðlu sína og syngur við píanóundirleik Óskars í kvöld. „Það er ólýsanleg stemning að sitja í kertaljósum og njóta tónlistar. Fólk getur þá aðeins náð andanum, látið hugann reika, hlaðið batteríin og farið endurnært heim eftir að hafa hlustað á fegurstu lög í heimi,“ segir Greta Salóme en fallegasta lagið á efnisskrá kvöldsins þykir henni vera Tvær stjörnur eftir Megas. „Ég hlakka mikið til því mér finnst allra skemmtilegast að spila heima,“ segir Greta Salóme sem á mánudagskvöld flaug heim frá Bandaríkjunum þar sem hún spilaði og söng fyrir 4.000 manns um borð í einu af nýjustu og stærstu skemmtiferðaskipum heims, Celebrity X.„Það er mikil eftirspurn eftir mér í Bandaríkjunum og eftir því sem ég spila meira vindur það meira upp á sig. Ég er með frábæra umboðsmenn sem bóka mig á góða viðburði og er mikið í burtu en í fyrra var ég meira en hálft árið vestra og fékk bráðaofnæmi fyrir flugvélum og hótelum. Því langar mig að ná jafnvægi og vera meira heima, því heima er best,“ segir Greta Salóme og hefur svar á reiðum höndum þegar hún er innt eftir því hvort hún sé orðin rík af stífu tónleikahaldinu. „Þetta er vel launuð vinna en það fer eftir því hvernig maður skilgreinir ríkidæmi. Það eru fórnir sem fylgja öllu og maður er ríkastur þegar maður er með fólkið sitt í kringum sig.“Lag Hatara ógeðslega töff Greta Salóme hefur í tvígang stigið á svið sem fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2012 og 2016. „Eurovision var stór stökkpallur, ekki síst í seinna skiptið þegar við nýttum okkur samfélagsmiðla í þaula. Ég fékk samning við Disney í kjölfarið og hann opnaði mér líka margar dyr. Allt er þetta tengt og ef maður vinnur hvert verkefni eins vel og maður getur er nánast útilokað að ekki komi annað stórt tækifæri á eftir,“ segir Greta Salóme sem lifir ævintýralegu lífi í leikhúsum og mörgum af glæstustu skemmtiferðaskipum heims. „Það er ákaflega gaman en lífið hér heima kallar á mig líka. Ég hlakka mikið til að fylgjast með Eurovision í ár og er þrusu bjartsýn fyrir hönd Hatara. Mér finnst lagið ógeðslega töff.“ Miðar á kertaljósatónleika Gretu Salóme í kvöld fást á tix.is og við innganginn í Lindakirkju. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
Strútslampi og róla eru dýrgripir Gretu Salóme heima við. Hún kveikir á kertum í glaða sólskini og segist lánsöm með kærasta sem stendur traustur við bak hennar en þarf stundum að róa niður í húsverkum. „Ég fríkaði út þegar ég sá hvað leyndist í jólapakkanum frá pabba og mömmu. Mig hafði svo lengi dreymt um að eignast rólu eins og er við sumarbústað foreldra minna á Laugarvatni og þarna var hún komin, handsmíðuð af pabba og alveg ekta róla fyrir góðan trúnó,“ segir Greta Salóme kát um sinn uppáhaldshúsmun heima. Rólan hangir fyrir ofan sólpallinn. „Eftir að snjóinn tók upp og daginn tók að lengja veit ég fátt betra en að laumast út í róluna með hlýtt teppi og heitan drykk til að njóta slökunar,“ segir Greta Salóme og vaggar í notalegum takti rólunnar í fögrum Mosfellsbæ.Strútslampi pabba í dálæti „Ég er Mosfellingur í húð og hár og vil hvergi annars staðar búa,“ segir Greta Salóme sem keypti íbúð í Mosfellsbæ fyrir þremur árum. „Staðsetning bæjarins er rómantísk, nátengd náttúrunni og mér finnst æðislegt að geta stigið rétt út fyrir túnfótinn og vera komin út í sveit. Töfrar Mosfellsbæjar felast þó fyrst og fremst í því að stórfjölskyldan býr í húsunum í kring. Það er ómetanlegt, sérstaklega þegar ég er lungann úr árinu í burtu, að koma heim og hafa fólkið mitt svona nærri. Við nánast skokkum út á náttfötunum hvert til annars,“ segir Greta Salóme og hlær. Heimili Gretu Salóme og Elvars Þórs Karlssonar, sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf hjá Íslandsbanka, er glæsilegt. Stíllinn ber vott um bjarta, skandinavíska naumhyggju og Greta Salóme velur hvern hlut til heimilisins af gaumgæfni. „Uppáhaldsstofustássið er strútslampi sem pabbi bjó til og gaf mér líka í jólagjöf. Pabbi er smiður og starfar sem byggingastjóri en er einn listrænasti einstaklingur sem ég hef kynnst um dagana. Hann er einstaklega fær handverksmaður, eins og lampinn ber glöggt merki um. Hann skóf innan úr strútsegginu, gerði göt á skurnina og útkoman er ómótstæðileg,“ segir Greta Salóme um gullfallegan lampann sem gefur frá sér draumkennt skin þegar skyggir.Margir munir úr listrænum höndum föður Gretu Salóme prýða heimili hennar, þar á meðal útirólan sem hún situr í á myndinni og hann smíðaði handa henni í jólagjöf.MYND/STEFÁNÁst, einlægni og vellíðan Greta Salóme féll kylliflöt fyrir heimili sínu þegar hún gekk fyrst inn í stórt og opið eldhúsið. „Eldhúsið er hjarta heimilisins. Ég hef mikið yndi af eldamennsku og nýt þess að matreiða hollan og bragðgóðan mat. Við Elvar höfum verið mikið saman í Taílandi og ef ég ætti að vippa fram gómsætum rétti sem líka er hollur væri það kjúklingur í rauðu, taílensku karrí. Það er rétturinn okkar Elvars,“ upplýsir Greta Salóme sem er mikil húsmóðir í sér. „Ég hef gaman af húsverkunum og finnst óreiða óþægileg. Ég vinn mikið heima við að semja, taka upp og æfa og finnst þá vont að hafa allt í drasli. Heimilið ber því vott um að allir hlutir eigi sinn stað og hér er oftast hreint og tiltekið,“ segir Greta Salóme en Elvar slær henni þó við í þessum efnum. „Hann slakar aldrei á, er sífellt að þrífa, gera og græja, og þegar ég er í útlöndum heldur hann heimilinu í toppstandi. Ég þarf aldrei að reka á eftir honum í verkin, það er frekar að ég þurfi að róa hann niður!“ segir Greta Salóme og skellir upp úr, stálheppin með mannsefni. „Við Elvar eigum sameiginlegt að gera heimilið fallegt og vera heimakær. Það eru ekki svo margar stundir sem við eigum saman heima en þegar við eigum tímann fyrir okkur finnst okkur dásamlegt að vera bara heima,“ segir Greta Salóme. Það var einlægni Elvars sem hitti hana í hjartastað. „Elvar er svo hreinn og beinn, og það eru kostir sem maður tekur ekki sem sjálfsögðum hlut. Eftir að ég fór að túra svona mikið um heiminn er einstök tilfinning og tær vellíðan að vera með manni sem styður mann og hvetur til dáða. Mér þykir það ótrúlega óeigingjarnt af honum og finnst ég heldur betur vera heppin.“Stórt, opið eldhús hreif Gretu Salóme þegar hún keypti sér íbúð í Mosfellsbæ. Hún segist vera mikil húsmóðir í sér og hafa yndi af eldamennsku og húsverkum.Flytur fegurstu lög í heimi Í kvöld verður Greta Salóme með kertaljósatónleika í Lindakirkju ásamt Óskari Einarssyni. „Ég hef það frá ömmu að vera kertasjúklingur. Ég tendra líka á kertum yfir bjartasta sumartímann, er alltaf með augun opin fyrir fallegum kertastjökum en í dálæti eru Flexor-stjakarnir úr Snúrunni,“ upplýsir Greta Salóme sem leikur á fiðlu sína og syngur við píanóundirleik Óskars í kvöld. „Það er ólýsanleg stemning að sitja í kertaljósum og njóta tónlistar. Fólk getur þá aðeins náð andanum, látið hugann reika, hlaðið batteríin og farið endurnært heim eftir að hafa hlustað á fegurstu lög í heimi,“ segir Greta Salóme en fallegasta lagið á efnisskrá kvöldsins þykir henni vera Tvær stjörnur eftir Megas. „Ég hlakka mikið til því mér finnst allra skemmtilegast að spila heima,“ segir Greta Salóme sem á mánudagskvöld flaug heim frá Bandaríkjunum þar sem hún spilaði og söng fyrir 4.000 manns um borð í einu af nýjustu og stærstu skemmtiferðaskipum heims, Celebrity X.„Það er mikil eftirspurn eftir mér í Bandaríkjunum og eftir því sem ég spila meira vindur það meira upp á sig. Ég er með frábæra umboðsmenn sem bóka mig á góða viðburði og er mikið í burtu en í fyrra var ég meira en hálft árið vestra og fékk bráðaofnæmi fyrir flugvélum og hótelum. Því langar mig að ná jafnvægi og vera meira heima, því heima er best,“ segir Greta Salóme og hefur svar á reiðum höndum þegar hún er innt eftir því hvort hún sé orðin rík af stífu tónleikahaldinu. „Þetta er vel launuð vinna en það fer eftir því hvernig maður skilgreinir ríkidæmi. Það eru fórnir sem fylgja öllu og maður er ríkastur þegar maður er með fólkið sitt í kringum sig.“Lag Hatara ógeðslega töff Greta Salóme hefur í tvígang stigið á svið sem fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2012 og 2016. „Eurovision var stór stökkpallur, ekki síst í seinna skiptið þegar við nýttum okkur samfélagsmiðla í þaula. Ég fékk samning við Disney í kjölfarið og hann opnaði mér líka margar dyr. Allt er þetta tengt og ef maður vinnur hvert verkefni eins vel og maður getur er nánast útilokað að ekki komi annað stórt tækifæri á eftir,“ segir Greta Salóme sem lifir ævintýralegu lífi í leikhúsum og mörgum af glæstustu skemmtiferðaskipum heims. „Það er ákaflega gaman en lífið hér heima kallar á mig líka. Ég hlakka mikið til að fylgjast með Eurovision í ár og er þrusu bjartsýn fyrir hönd Hatara. Mér finnst lagið ógeðslega töff.“ Miðar á kertaljósatónleika Gretu Salóme í kvöld fást á tix.is og við innganginn í Lindakirkju.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira