Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2019 20:45 Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko á Blönduósi. Stöð 2/Einar Árnason. Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00