Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2019 06:15 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Mynd/Alþingi Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira