UEFA hefur formlega hafið rannsókn á Manchester City og hvort félagið hafi brotið reglur um sanngjarna fjármálahegðun.
Fyrr í vetur birti þýska blaðið Der Spiegel röð greina byggða á upplýsingum frá Football Leaks þar sem meðal annars var komið upp um meint brot Manchester City.
Þar kom meðal annars fram að City hafi farið á bak við UEFA í áraraðir, falið tekjur frá stuðningsaðilum og greiðslur til fyrrum knattspyrnustjórans Roberto Mancini.
City hefur ítrekað neitað að tjá sig um málið en eftir tilkynningu UEFA í gær þar sem tilkynnt var um rannsóknina svaraði félagið.
„Manchester City tekur með opnum örmum á móti rannsókninni, þetta er tækifæri til þess að binda enda á allar sögusagnir af völdum ólöglegs hakkara og birtingu á tölvupóstum teknum úr samnhengi,“ sagði í tilkynningu City.

