Jafnrétti í forystu Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun