Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. mars 2019 13:19 Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dublin fyrir rúmum þremur vikum. Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00