Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:55 Stefán Ólafsson lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd Eflingar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. Tillagan sé metnaðarlítil og einungis þriðjungur af því sem Verkalýðshreyfingin óskaði eftir. Verkalýðsforystan hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þær skattatillögur sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir hönd ríkistjórnarinnar í gær. Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu er annar þeirra sem vann skýrslu og lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd félagsins. Hann segir tillögur ríkisstjórnar metnaðarlitlar. “í þeirri ódýrustu útfærslu sem við Indriði lögðum til þá var gert ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu þúsund króna skattalækkun til fullvinnandi fólks á lágmarkslaunum og lífeyrisþegar sömuleiðis. Okkar tillögur gerðu líka ráð fyrir að krónutölu lækkunin færi minnkandi upp að 900 þúsund krónum,“ segir hann um grunninn af þeim tillögum sem Verkalýðshreyfingin lagði fram. Ríkisstjórnin ætlar að setja á nýtt skattþrep sem er fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja skattakerfinu. Sem mun auka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með upp í 325 þúsund krónur í lágmarkslaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. „Þessi tillaga ríkisins kostar 14,7 milljarða og ef maður setur það í samhengi við það sem er að gerast hér á síðustu árum. Þá hefur ríkið tekið út úr húsnæðistuðningi við heimilin, sem eru vaxtabætur og húsaleigubætur, tekið nærri tuttugu milljarða,“ segir hann. Hann segir ríkið ekki vera að skila þessu til baka með þessum skattalækkunum. „Í ljósi þess að ríkið er með svigrúm upp á að minnsta kosti 55 milljarða til að setja í skattalækkanir þá er þetta gríðarlega metnaðarlítið og veldur miklum vonbrigðum,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. Tillagan sé metnaðarlítil og einungis þriðjungur af því sem Verkalýðshreyfingin óskaði eftir. Verkalýðsforystan hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þær skattatillögur sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir hönd ríkistjórnarinnar í gær. Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu er annar þeirra sem vann skýrslu og lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd félagsins. Hann segir tillögur ríkisstjórnar metnaðarlitlar. “í þeirri ódýrustu útfærslu sem við Indriði lögðum til þá var gert ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu þúsund króna skattalækkun til fullvinnandi fólks á lágmarkslaunum og lífeyrisþegar sömuleiðis. Okkar tillögur gerðu líka ráð fyrir að krónutölu lækkunin færi minnkandi upp að 900 þúsund krónum,“ segir hann um grunninn af þeim tillögum sem Verkalýðshreyfingin lagði fram. Ríkisstjórnin ætlar að setja á nýtt skattþrep sem er fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja skattakerfinu. Sem mun auka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með upp í 325 þúsund krónur í lágmarkslaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. „Þessi tillaga ríkisins kostar 14,7 milljarða og ef maður setur það í samhengi við það sem er að gerast hér á síðustu árum. Þá hefur ríkið tekið út úr húsnæðistuðningi við heimilin, sem eru vaxtabætur og húsaleigubætur, tekið nærri tuttugu milljarða,“ segir hann. Hann segir ríkið ekki vera að skila þessu til baka með þessum skattalækkunum. „Í ljósi þess að ríkið er með svigrúm upp á að minnsta kosti 55 milljarða til að setja í skattalækkanir þá er þetta gríðarlega metnaðarlítið og veldur miklum vonbrigðum,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira