Lele Hardy spilar ekki meira með Haukum í Domino's deild kvenna. Vefmiðillinn Karfan.is hefur þetta eftir Ólöfu Helgu Pálsdóttur, þjálfara Hauka.
Hardy var besti erlendi leikmaður efstu deildar á Íslandið frá 2011-2014 þegar hún lék með Njarðvík og Haukum. Hún fór frá Haukum 2015 en snéri aftur fyrir þetta tímabil.
Hún skilaði 21,4 stigi að meðaltali í leik í vetur, 14,4 fráköstum og 5,6 stoðsendingum. Íslandsmeistarar Hauka sitja í sjöunda sæti deildarinnar.
Hardy verður áfram þjálfari yngri flokka hjá félaginu en spilar ekki meira með meistaraflokki. Haukar sækja Skallagrím heim í kvöld og verða þar án bandarísk leikmanns.
Lele Hardy spilar ekki meira með Haukum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Fleiri fréttir
