Sérfræðingur Eflingar segir ríkisstjórnina ögra verkalýðshreyfingunni Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42