Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:38 Sólveig Anna Jónsdóttir var ekki sátt við orð framkvæmdastjóra SA við fjölmiðla í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum. Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum.
Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29
„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43