Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Andri Eysteinsson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira