Átta glænýjar staðreyndir um svefn Björk Eiðsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:30 Svefnleysi eykur líkurnar á ýmsum kvillum því er um að gera að sofa meira ef hægt er. Fréttablaðið/Getty Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. En það er ekki bara hér á landi sem svefnrannsóknir vekja athygli. í upphafi árs voru birtar niðurstöður fjölmargra rannsókna á svefni sem sumar hverjar komu á óvart.Eitt einangrað gen stjórnar því að við sofum þegar við erum veik Flest höfum við upplifað að þurfa á auknum svefni að halda þegar við erum veik. Rannsakendur við Háskólann í Pennsylvaníu fundu einangrað gen sem stjórnar þessari þörf veikindapésa til að sofa. Niðurstöðurnar eru tíundaðar í Science en genið sem kallast nemuri er haldbær sönnun þess að líffræðileg tenging er á milli svefns og ónæmiskerfisins. Þegar nemuri genið var fjarlægt í ávaxtaflugum, fundu þær ekki lengur þörf til að sofa þegar veikar – sem þær gerðu þó þegar þær voru með genið virkt – og lifðu veikindin af. Þeir sem þjást af kæfisvefni kljást einnig við minnisvanda Kæfisvefn er fremur algengt ástand en talið er að um 18 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af kvillanum. Ný rannsókn hefur sýnt fram á óvænt áhrif kæfisvefns á heilann: Hann hefur áhrif á atburðaminni. Rannsóknin sem var birt í Journal of the International Neuropsychological Society rannsakaði OSA (obstructive sleep apnea) sem er algengasta útgáfa sjúkdómsins, þar sem öndun stöðvast vegna þrengsla í öndunarvegi. Niðurstaðan var sú að þeir sem þjást af OSA áttu í erfiðleikum með minni. Þó þeir gætu rifjað upp mikilvæg atvik voru þeir ólíklegir til að muna smáatriði eins og nöfn eða dagsetningar. Því verra sem minnið var, því líklegri voru þeir til að sýna einkenni þunglyndis. Þú getur lært erlent tungumál í svefni Hugmyndin um að hægt sé að læra sofandi hefur verið löngum verið til, en rannsókn sem birt var í janúar sýnir fram á að þetta er ekki aðeins goðsaga. En þú vaknar þó kannski ekki alveg talandi tungum. Rannsóknin sem framkvæmd var af vísindamönnum við Bern háskóla sýndi að það skiptir máli á hvaða svefnstigi þú ert þegar nýr orðaforði er leikinn fyrir þig. Rannsakendur spiluðu nokkur orð; eitt þýskt orð og eitt bullorð fyrir þýskumælandi fólk á ólíkum svefnstigum. Ef orðapörin voru spiluð á svefnstigi þar sem heilinn er í mikilli virkni var líklegra að þátttakendur tengdu orðin í pör þegar vakandi. Þetta er merki þess að heilinn er fær um að flokka og reyna að skilja ný orð þegar við erum sofandi. Við „heyrum“ á vissum svefnstigum Samkvæmt rannsókn sem birt var í Nature í janúar er sofandi fólk ekki alveg eins fjarri og það kann að virðast. Samkvæmt niðurstöðunum hlustum við enn á heiminn í kringum okkur með litlum hluta heilans og fylgjumst með hljóðum sem gætu skipt máli. Rannsakendur mældu virkni heilans hjá sofandi fólki í kringum alls kyns kunnugleg hljóð. Þegar fólkið var ekki í djúpsvefni brást heilinn við þegar merkingarbær hljóð heyrðust, eins og kunnuglegar raddir, en leiddi hjá sér önnur hljóð. Þegar fólkið svo náði djúpsvefni hurfu þessi áhrif. Ef þér finnst sem þú sért að sofna eða vakna og heyrir það sem er í gangi í kringum þig, þá ertu ekki á villigötum; heilinn er enn að hlusta, svo þú vaknir örugglega ef ógn steðjar að.A - eða B - manneskja? Það veltur á genunum!Fréttablaðið/GettyStreitutengt svefnleysi breytir heilafrumunum REM eða draumsvefn verður fyrir miklum áhrifum af streitu samkvæmt rannsókn sem birt var í PNAS. Samkvæmt rannsókn á músum varð væg dagleg streita til þess að auka draumsvefninn áður en hún hafði áhrif á önnur svefnstig. Rannsakendur komust jafnframt að því að með þessum áhrifum á draumsvefninni breytti heilinn uppbyggingu sinni. Sérstaklega í heilastöðinni hippocampus eða dreka sem er mikilvæg þegar kemur að minni. Fjölmargar frumur dóu á meðan öðrum fjölgaði sem er mikilvægt þar sem drekinn ræður miklu um það hvernig við tökumst á við streitu. Það virðist því sem ástæðan fyrir auknum draumsvefni músa sé svo þær geti betur tekist á við streitu í vöku. Svefnleysi eykur líkur á alzheimer og hjartasjúkdómum Nýjar rannsóknir sýna sífellt betur hvaða áhrif svefnskortur hefur en tvær rannsóknir frá því í janúar juku þar enn á. Önnur, sem framkvæmd var við Washington School of Medicine, sýndi fram á að svefnskortur jók magn próteinsin beta-amyloid hjá músum, en það prótein finnst í miklu magnií heila alzheimersjúklinga. Hin rannsóknin sem gerð var við American College of Cardiology, kannaði áhrif svefnleysis á annað heilsufarsmál; hjartað. Fylgst var með svefni þrjú þúsund fullorðinna Spánverja og niðurstaðan var sú að þeir sem sváfu minna en sex tíma á nóttu voru 27 prósentum líklegri til að fá blóðtappa en þeir sem sváfu átta til níu tíma. Hegðun taugafruma breytist eftir svefnstigum Samkvæmt grein sem birtist í Nature er hegðun taugafruma misjöfn eftir því á hvaða svefnstigi við erum og hvar þær eru staðsettar. Í draumsvefni til að mynda eru taugafrumurnar í drekanum nokkuð rólegar en þær í framheilaberki vel virkar. En hvað þýðir þetta? Það er auðvitað mikilvæg heilastarfsemi sem fer fram á meðan við sofum, heilinnn vinnur úr minningum, hreinsar burt eiturefni og hjálpar til við endurnýjun fruma. Þessar niðurstöður benda til þess að enn flóknari vinna en við gerðum okkur grein fyrir, fer fram á meðan við sofum – og það gæti hjálpað okkur að skilja hvernig t.d. minnisvinnsla virkar og hvernig hægt sé að læra á meðan við sofum. 351 staður á erfðamenginu tengist því að vera morgunhani Ef þú ert sérleg A-manneskja sem finnst gott að sofna snemma og vakna snemma geturðu þakkað genum að mestu leyti. Rannsókn sem birt var í Nature Communications og náði til yfir 80 þúsund þátttakenda sýndi að það voru 351 sértækir staðir á erfðamenginu sem tengjast dægursveiflum og stýra því að einstaklingur fer snemma að sofa og vaknar snemma. Samkvæmt þessu gæti það reynst erfiðara að breyta taktinum en þú heldur, þetta gæti nefnilega verið greipt í genin. Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. En það er ekki bara hér á landi sem svefnrannsóknir vekja athygli. í upphafi árs voru birtar niðurstöður fjölmargra rannsókna á svefni sem sumar hverjar komu á óvart.Eitt einangrað gen stjórnar því að við sofum þegar við erum veik Flest höfum við upplifað að þurfa á auknum svefni að halda þegar við erum veik. Rannsakendur við Háskólann í Pennsylvaníu fundu einangrað gen sem stjórnar þessari þörf veikindapésa til að sofa. Niðurstöðurnar eru tíundaðar í Science en genið sem kallast nemuri er haldbær sönnun þess að líffræðileg tenging er á milli svefns og ónæmiskerfisins. Þegar nemuri genið var fjarlægt í ávaxtaflugum, fundu þær ekki lengur þörf til að sofa þegar veikar – sem þær gerðu þó þegar þær voru með genið virkt – og lifðu veikindin af. Þeir sem þjást af kæfisvefni kljást einnig við minnisvanda Kæfisvefn er fremur algengt ástand en talið er að um 18 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af kvillanum. Ný rannsókn hefur sýnt fram á óvænt áhrif kæfisvefns á heilann: Hann hefur áhrif á atburðaminni. Rannsóknin sem var birt í Journal of the International Neuropsychological Society rannsakaði OSA (obstructive sleep apnea) sem er algengasta útgáfa sjúkdómsins, þar sem öndun stöðvast vegna þrengsla í öndunarvegi. Niðurstaðan var sú að þeir sem þjást af OSA áttu í erfiðleikum með minni. Þó þeir gætu rifjað upp mikilvæg atvik voru þeir ólíklegir til að muna smáatriði eins og nöfn eða dagsetningar. Því verra sem minnið var, því líklegri voru þeir til að sýna einkenni þunglyndis. Þú getur lært erlent tungumál í svefni Hugmyndin um að hægt sé að læra sofandi hefur verið löngum verið til, en rannsókn sem birt var í janúar sýnir fram á að þetta er ekki aðeins goðsaga. En þú vaknar þó kannski ekki alveg talandi tungum. Rannsóknin sem framkvæmd var af vísindamönnum við Bern háskóla sýndi að það skiptir máli á hvaða svefnstigi þú ert þegar nýr orðaforði er leikinn fyrir þig. Rannsakendur spiluðu nokkur orð; eitt þýskt orð og eitt bullorð fyrir þýskumælandi fólk á ólíkum svefnstigum. Ef orðapörin voru spiluð á svefnstigi þar sem heilinn er í mikilli virkni var líklegra að þátttakendur tengdu orðin í pör þegar vakandi. Þetta er merki þess að heilinn er fær um að flokka og reyna að skilja ný orð þegar við erum sofandi. Við „heyrum“ á vissum svefnstigum Samkvæmt rannsókn sem birt var í Nature í janúar er sofandi fólk ekki alveg eins fjarri og það kann að virðast. Samkvæmt niðurstöðunum hlustum við enn á heiminn í kringum okkur með litlum hluta heilans og fylgjumst með hljóðum sem gætu skipt máli. Rannsakendur mældu virkni heilans hjá sofandi fólki í kringum alls kyns kunnugleg hljóð. Þegar fólkið var ekki í djúpsvefni brást heilinn við þegar merkingarbær hljóð heyrðust, eins og kunnuglegar raddir, en leiddi hjá sér önnur hljóð. Þegar fólkið svo náði djúpsvefni hurfu þessi áhrif. Ef þér finnst sem þú sért að sofna eða vakna og heyrir það sem er í gangi í kringum þig, þá ertu ekki á villigötum; heilinn er enn að hlusta, svo þú vaknir örugglega ef ógn steðjar að.A - eða B - manneskja? Það veltur á genunum!Fréttablaðið/GettyStreitutengt svefnleysi breytir heilafrumunum REM eða draumsvefn verður fyrir miklum áhrifum af streitu samkvæmt rannsókn sem birt var í PNAS. Samkvæmt rannsókn á músum varð væg dagleg streita til þess að auka draumsvefninn áður en hún hafði áhrif á önnur svefnstig. Rannsakendur komust jafnframt að því að með þessum áhrifum á draumsvefninni breytti heilinn uppbyggingu sinni. Sérstaklega í heilastöðinni hippocampus eða dreka sem er mikilvæg þegar kemur að minni. Fjölmargar frumur dóu á meðan öðrum fjölgaði sem er mikilvægt þar sem drekinn ræður miklu um það hvernig við tökumst á við streitu. Það virðist því sem ástæðan fyrir auknum draumsvefni músa sé svo þær geti betur tekist á við streitu í vöku. Svefnleysi eykur líkur á alzheimer og hjartasjúkdómum Nýjar rannsóknir sýna sífellt betur hvaða áhrif svefnskortur hefur en tvær rannsóknir frá því í janúar juku þar enn á. Önnur, sem framkvæmd var við Washington School of Medicine, sýndi fram á að svefnskortur jók magn próteinsin beta-amyloid hjá músum, en það prótein finnst í miklu magnií heila alzheimersjúklinga. Hin rannsóknin sem gerð var við American College of Cardiology, kannaði áhrif svefnleysis á annað heilsufarsmál; hjartað. Fylgst var með svefni þrjú þúsund fullorðinna Spánverja og niðurstaðan var sú að þeir sem sváfu minna en sex tíma á nóttu voru 27 prósentum líklegri til að fá blóðtappa en þeir sem sváfu átta til níu tíma. Hegðun taugafruma breytist eftir svefnstigum Samkvæmt grein sem birtist í Nature er hegðun taugafruma misjöfn eftir því á hvaða svefnstigi við erum og hvar þær eru staðsettar. Í draumsvefni til að mynda eru taugafrumurnar í drekanum nokkuð rólegar en þær í framheilaberki vel virkar. En hvað þýðir þetta? Það er auðvitað mikilvæg heilastarfsemi sem fer fram á meðan við sofum, heilinnn vinnur úr minningum, hreinsar burt eiturefni og hjálpar til við endurnýjun fruma. Þessar niðurstöður benda til þess að enn flóknari vinna en við gerðum okkur grein fyrir, fer fram á meðan við sofum – og það gæti hjálpað okkur að skilja hvernig t.d. minnisvinnsla virkar og hvernig hægt sé að læra á meðan við sofum. 351 staður á erfðamenginu tengist því að vera morgunhani Ef þú ert sérleg A-manneskja sem finnst gott að sofna snemma og vakna snemma geturðu þakkað genum að mestu leyti. Rannsókn sem birt var í Nature Communications og náði til yfir 80 þúsund þátttakenda sýndi að það voru 351 sértækir staðir á erfðamenginu sem tengjast dægursveiflum og stýra því að einstaklingur fer snemma að sofa og vaknar snemma. Samkvæmt þessu gæti það reynst erfiðara að breyta taktinum en þú heldur, þetta gæti nefnilega verið greipt í genin.
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira