Fer sparlega með skarpa liti Starri Freyr Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 16:30 Græni jakkinn sem Hafsteinn klæðist hér er notaður sænskur herjakki sem hann heldur mikið upp á. Skyrtan er úr Kormáki og Skildi og ullarpeysan úr Weekday. Skórnir eru vínrauðir Doc Martins og svörtu gallabuxurnar eru frá Cheap Monday. MYND/SIGTRYGGUR ARI Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þráinsson, sem gengur undir listamannsnafninu Ceasetone, var nýlega kynntur sem einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í nóvember. Hafsteinn er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur en dvelur um þessar mundir í vesturbæ Reykjavíkur þar sem hann eyðir mestum tíma í stúdíói að grúska í músík fyrir sjálfan sig eða aðra. „Utan þess finn ég innri frið í eldamennsku og hreyfingu. Að sjálfsögðu er tónleikasókn í miklu uppáhaldi og almennt miðbæjarhangs með vinum, fjölskyldu og góðu fólki auk þess sem ég er einnig forfallinn tölvuleikjaaðdáandi.“ Ceasetone er fyrirbæri sem hefur stækkað sem konsept í gegnum árin að hans sögn „Upprunalega var þetta bara ég einn með kassagítar að spila léttproggaða folk-músík með alls kyns skrýtnum áhrifum blandað inn í allsherjar tónlistargraut sem hefur það þó að sameiginlegu markmiði að skapa stóran myndrænan tónlistarheim þar sem öll þessi áhrif hafa sinn stað. Í dag spila ég sjaldan einn á báti og er oftast með félögum mínum, Sólrúnu sem spilar á trommur og Jökli sem leikur á bassa og hljómborð. Auk þeirra spila gjarnan strengjaleikarar með, auka slagverk eða raddir þegar aðstæður leyfa, til að skila sem metnaðarfyllstum flutningi.“Tekur sénsa Nú þegar hefur Hafsteinn gefið út eina breiðskífu, Two Strangers, sem hlaut tilnefningu til plötu ársins 2017 á Íslensku tónlistarverðlaununum ásamt því að dúkka upp hér og þar á ýmsum topplistum. „Utan hennar kom ein umfangsminni smáskífa út sem heitir Stranded. Hún innihélt meira kassagítardútl sem ég tók bara upp í heimahúsum. Á Airwaves mun ég bjóða upp á flutning á óheyrðu efni í spariútgáfum af nýrri plötu sem ég hef eytt nánast öllum mínum tíma í að klára undanfarin tvö ár.“ Frá unglingsárum hefur honum alltaf fundist gaman að taka einhverja sénsa í klæðaburði. „Þó verð ég að segja að allar þær tilraunir hafa verið stórkostlega misheppnaðar, frá undarlegu jakkafatatímabili í grunnskóla til arabaklúta, röndóttra buxna og leðurvestis í framhaldsskóla. Eftir það fór ég að temja mér aðeins hefðbundnara fataval en það hefur alltaf setið í mér að taka smá sénsa í klæðaburði.“Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Ég fell svolítið á báða enda rófsins. Hreinn mínímalismi heillar mig mikið en einnig finnst mér skrautlegar skyrtur og skarpir litir skemmtilegir þegar við á en eins og í allri sköpun þá eiga allir hlutir sinn stað í réttu samhengi og magni. Ég klæði mig oft á svipaðan hátt og ég sem músík; í mjög sterkum og skörpum andstæðum og gæti alveg skipt um stíl frá einum degi til annars eftir því hvernig mér líður.Áttu þér tískufyrirmynd? Ég get ekki sagt að ég hafi hugleitt það rosalega mikið. Út af einhverjum ástæðum er þó folktónlistarmaðurinn Tallest Man On Earth sá fyrsti sem dúkkar upp í hausnum en ég hef annars lítið spáð í tískufyrirmyndum. Hvar kaupir þú helst föt? Cos, Weekday, Samsøe & Samsøe og alls kyns skandinavískt er alltaf öruggt val hjá mér. Svo er alltaf gaman að finna einhverja snilld í Kormáki og Skildi. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Náttúrulitirnir eru oftast auðveldastir þegar maður er svona fölur og hálf rauðhærður Íslendingur eins og ég. Þannig vel ég skarpa liti mjög sparlega og í réttu samhengi og þá helst í vel hönnuðum skyrtum. Svo er svartur náttúrulega alltaf öruggur og „goto“ tónleikaflutningsliturinn.Áttu minningar um gömul tískuslys? Allt of margar. Þar má t.d. nefna hræðilega klúta og trefla, illa sniðna blazera sem lágu næstum við nafla en af einhverjum ástæðum ég kaus að ganga í þeim hversdags. Einnig má nefna nokkra misheppnaða leðurjakka. En ætli ég muni ekki hugsa bara það sama um fötin sem ég geng í núna eftir tíu ár. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Öll föt sem systur mínar hafa gefið mér í gegnum tíðina virðast hafa staðist tímans tönn, bæði í úthaldi og útliti. Þær hafa líklegast vitað töluvert betur en ég í þessum efnum áður fyrr og kannski beint mér í rétta átt.Áttu eina uppáhaldsf lík? Það er ógerningur að segja. Hver dagur ber nýjan mann og skapgerð í sér sem hefur mismunandi smekk.Bestu og verstu fatakaup? Einu sinni tók ég í fóstur gamlan sænskan herjakka úr þykkri ull. Hann virðist virka í öll möguleg íslensk veður og því líklegast ein praktískasta flík sem ég hef átt. Verstu kaupin eru líklegast leðurhanskar sem ég keypti um daginn sem slitnuðu á báðum þumlum eftir hálftíma notkun.Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? Það gerist allt svo mikið hraðar í dag heldur en áður fyrr og tískufyrirbrigði staldra styttra við. Almennt finnst mér eins og það sé mikið bara um praktík og snyrtilegheit í klæðnaði nú til dags.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Ég er þokkalega nægjusamur og er kominn á þann stað að ég reyni að kaupa ekkert nýtt nema ég þurfi að finna eitthvað í stað þess sem er byrjað að slitna. Mér þykir mjög gaman að velja góð og einkennandi föt og því fer kannski þokkalega mikið púður hjá mér í fataval og fatapælingarNotar þú fylgihluti? Mér líður eins og ég hafi klárað fylgihlutatímabilið og notast núna bara við það sem hefur einhvern tilgang við viðeigandi aðstæður, t.d. húfu, trefil og hanska. Svo týni ég líka hvort sem er öllu utan á liggjandi svo ég reyni að komast hjá því að bera neitt með mér sem ég veit að ég mun leggja frá mér einhvers staðar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þráinsson, sem gengur undir listamannsnafninu Ceasetone, var nýlega kynntur sem einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í nóvember. Hafsteinn er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur en dvelur um þessar mundir í vesturbæ Reykjavíkur þar sem hann eyðir mestum tíma í stúdíói að grúska í músík fyrir sjálfan sig eða aðra. „Utan þess finn ég innri frið í eldamennsku og hreyfingu. Að sjálfsögðu er tónleikasókn í miklu uppáhaldi og almennt miðbæjarhangs með vinum, fjölskyldu og góðu fólki auk þess sem ég er einnig forfallinn tölvuleikjaaðdáandi.“ Ceasetone er fyrirbæri sem hefur stækkað sem konsept í gegnum árin að hans sögn „Upprunalega var þetta bara ég einn með kassagítar að spila léttproggaða folk-músík með alls kyns skrýtnum áhrifum blandað inn í allsherjar tónlistargraut sem hefur það þó að sameiginlegu markmiði að skapa stóran myndrænan tónlistarheim þar sem öll þessi áhrif hafa sinn stað. Í dag spila ég sjaldan einn á báti og er oftast með félögum mínum, Sólrúnu sem spilar á trommur og Jökli sem leikur á bassa og hljómborð. Auk þeirra spila gjarnan strengjaleikarar með, auka slagverk eða raddir þegar aðstæður leyfa, til að skila sem metnaðarfyllstum flutningi.“Tekur sénsa Nú þegar hefur Hafsteinn gefið út eina breiðskífu, Two Strangers, sem hlaut tilnefningu til plötu ársins 2017 á Íslensku tónlistarverðlaununum ásamt því að dúkka upp hér og þar á ýmsum topplistum. „Utan hennar kom ein umfangsminni smáskífa út sem heitir Stranded. Hún innihélt meira kassagítardútl sem ég tók bara upp í heimahúsum. Á Airwaves mun ég bjóða upp á flutning á óheyrðu efni í spariútgáfum af nýrri plötu sem ég hef eytt nánast öllum mínum tíma í að klára undanfarin tvö ár.“ Frá unglingsárum hefur honum alltaf fundist gaman að taka einhverja sénsa í klæðaburði. „Þó verð ég að segja að allar þær tilraunir hafa verið stórkostlega misheppnaðar, frá undarlegu jakkafatatímabili í grunnskóla til arabaklúta, röndóttra buxna og leðurvestis í framhaldsskóla. Eftir það fór ég að temja mér aðeins hefðbundnara fataval en það hefur alltaf setið í mér að taka smá sénsa í klæðaburði.“Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Ég fell svolítið á báða enda rófsins. Hreinn mínímalismi heillar mig mikið en einnig finnst mér skrautlegar skyrtur og skarpir litir skemmtilegir þegar við á en eins og í allri sköpun þá eiga allir hlutir sinn stað í réttu samhengi og magni. Ég klæði mig oft á svipaðan hátt og ég sem músík; í mjög sterkum og skörpum andstæðum og gæti alveg skipt um stíl frá einum degi til annars eftir því hvernig mér líður.Áttu þér tískufyrirmynd? Ég get ekki sagt að ég hafi hugleitt það rosalega mikið. Út af einhverjum ástæðum er þó folktónlistarmaðurinn Tallest Man On Earth sá fyrsti sem dúkkar upp í hausnum en ég hef annars lítið spáð í tískufyrirmyndum. Hvar kaupir þú helst föt? Cos, Weekday, Samsøe & Samsøe og alls kyns skandinavískt er alltaf öruggt val hjá mér. Svo er alltaf gaman að finna einhverja snilld í Kormáki og Skildi. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Náttúrulitirnir eru oftast auðveldastir þegar maður er svona fölur og hálf rauðhærður Íslendingur eins og ég. Þannig vel ég skarpa liti mjög sparlega og í réttu samhengi og þá helst í vel hönnuðum skyrtum. Svo er svartur náttúrulega alltaf öruggur og „goto“ tónleikaflutningsliturinn.Áttu minningar um gömul tískuslys? Allt of margar. Þar má t.d. nefna hræðilega klúta og trefla, illa sniðna blazera sem lágu næstum við nafla en af einhverjum ástæðum ég kaus að ganga í þeim hversdags. Einnig má nefna nokkra misheppnaða leðurjakka. En ætli ég muni ekki hugsa bara það sama um fötin sem ég geng í núna eftir tíu ár. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Öll föt sem systur mínar hafa gefið mér í gegnum tíðina virðast hafa staðist tímans tönn, bæði í úthaldi og útliti. Þær hafa líklegast vitað töluvert betur en ég í þessum efnum áður fyrr og kannski beint mér í rétta átt.Áttu eina uppáhaldsf lík? Það er ógerningur að segja. Hver dagur ber nýjan mann og skapgerð í sér sem hefur mismunandi smekk.Bestu og verstu fatakaup? Einu sinni tók ég í fóstur gamlan sænskan herjakka úr þykkri ull. Hann virðist virka í öll möguleg íslensk veður og því líklegast ein praktískasta flík sem ég hef átt. Verstu kaupin eru líklegast leðurhanskar sem ég keypti um daginn sem slitnuðu á báðum þumlum eftir hálftíma notkun.Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? Það gerist allt svo mikið hraðar í dag heldur en áður fyrr og tískufyrirbrigði staldra styttra við. Almennt finnst mér eins og það sé mikið bara um praktík og snyrtilegheit í klæðnaði nú til dags.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Ég er þokkalega nægjusamur og er kominn á þann stað að ég reyni að kaupa ekkert nýtt nema ég þurfi að finna eitthvað í stað þess sem er byrjað að slitna. Mér þykir mjög gaman að velja góð og einkennandi föt og því fer kannski þokkalega mikið púður hjá mér í fataval og fatapælingarNotar þú fylgihluti? Mér líður eins og ég hafi klárað fylgihlutatímabilið og notast núna bara við það sem hefur einhvern tilgang við viðeigandi aðstæður, t.d. húfu, trefil og hanska. Svo týni ég líka hvort sem er öllu utan á liggjandi svo ég reyni að komast hjá því að bera neitt með mér sem ég veit að ég mun leggja frá mér einhvers staðar
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira