Getur ómögulega lifað af launum sem ræstitæknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 22. febrúar 2019 18:14 Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. Vísir/Baldur Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56