Snorri Einarsson lenti í 39. sæti í 30 km skiptigöngu á HM í skíðagöngu í Austurríki. Albert Jónsson náði ekki að ljúka keppni.
Fyrstu 15 kílómetrarnir af göngu dagsins voru með hefðbundinni aðferð og þeir seinni með frjálsri aðferð.
Snorri kom í mark á tímanum 1:15:33,6 sem skilað honum 39. sæti. Albert kláraði fyrstu 15 kílómetrana en var svo hringaður við skiptinguna og þurfti því að hætta keppni.
Heimsmeistaratitilinn hreppti Norðmaðurinn Sjur Roethe. Hann kom í mark á tímanum 1:10:21,8.
Snorri í 39. sæti á HM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn