Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 17:46 Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. vísir/daníel Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44