Safnar orku fram að EM Hjörvar Ólafsson skrifar 25. febrúar 2019 11:00 Hafdís Sigurðardóttir vísir/Daníel Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika um helgina. Á meðal keppenda á mótinu var Hafdís Sigurðardóttir frá UFA sem verður annar af tveimur fulltrúum Íslands á Evrópumótinu innanhúss í Glasgow um næstu helgi. Hafdís varð í öðru sæti í 60 metra hlaupi á eftir hinum einkar efnilega spretthlaupara Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur úr ÍR. Hafdís vann svo gullverðlaun í sinni sterkustu grein, langstökki, en það er einmitt í þeirri grein sem hún mun keppa í á Evrópumótinu í Skotlandi um komandi helgi. Hafdís stökk 6,18 metra og var nokkuð frá sínu besta. Hún stökk hins vegar mun lengra í lokastökki sínu sem var dæmt ógilt en hún var á öðru máli og taldi stökkið gilt. Ljósmyndari sem var að mynda atrennu og stökk Hafdísar náði mynd af uppstökkinu og af þeim myndum af dæma virtist stökkið vera gilt og fékk Hafdís að stökkva aftur. Hafdís ræddi við Fréttablaðið skömmu eftir að langstökkskeppninni lauk og þar var hún augljóslega og eðlilega ekki sátt við framkvæmdina við lokastökkið. Hún segist enn fremur vera þreytt eftir törn síðustu vikna en hún hlakki þó til næstu helgar og það sé ávallt stolt sem fylgi því að keppa fyrir Íslands hönd. „Ég náði ekki alveg minni bestu frammistöðu um helgina og ég fann það alveg að ég er þreytt eftir mikið álag síðustu helgar. Það rífur í að ferðast suður til þess að keppa um allar helgar og þess á milli til Noregs. Svo er ég að vinna fulla vinnu með frjálsíþróttaiðkuninni og er með lítið barn á heimilinu. Þetta tekur mikið á og það voru þreytumerki á frammistöðu minni að þessu sinni. Það er hins vegar alltaf gaman að koma og keppa á Meistaramóti og ég er ánægð með að hafa náð í gullverðlaun,“ segir Hafdís um helgina sem að baki er. „Það er grátlegt að síðasta stökkið hafi verið dæmt, ranglega að mér sýndist, ógilt. Svo er enn leiðinlegra að það hafi verið búið að raka þegar það uppgötvaðist að þetta væri gilt þannig að það var ekki hægt að mæla það stökk. Þetta var eina stökkið þar sem ég var lík sjálfri mér og lengra en það sem ég hafði verið að stökkva þannig að það hefði verið fínt að fá mælingu. Ég hef lent í þessu áður á Evrópubikarmóti í Georgíu. Þá er ég fullviss um að ég hafi bætt Íslandsmetið í þrístökki. Það var mjög leiðinlegt að lenda í því,“ segir hún um atburðarásina í kringum lokastökk sitt. Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið hjá Hafdísi sem hefur tvívegis verið einum sentímetra frá lágmarki á Evrópumótið og fékk svo farseðil á mótið með undanþágu frá evrópska frjálsíþróttasambandinu. Þá hefur hún borið sigur úr býtum í langstökkskeppninni á Reykjavíkurleikunum og fengið silfurverðlaun á Norðurlandamóti. „Eins svekkjandi og það var að vera tvisvar sinnum hársbreidd frá því að ná lágmarkinu þá var það algerlega geggjað að fá tilkynningu frá starfsmanni Frjálsíþróttasambands Íslands um að ég væri að fara á Evrópumótið. Ég fékk tilkynningu í snjallúrið mitt á miðri æfingu. Vanalega læt ég slíkt ekki trufla æfingu hjá mér, en þarna grunaði mig að þetta væru skilaboð um að ég væri á leiðinni til Glasgow. Ég hætti því á miðri æfingu og fagnaði innilega þegar ég las þetta,” sagði hún. „Um leið og þetta hefur verið ofboðslega gaman þá hlakka ég svolítið til þess að klára innanhússtörnina og komast í smá hvíld. Nú er stefnan sett á að safna orku og undirbúa mig vel fyrir Evrópumótið. Það er ávallt mikið stolt sem fylgir því að keppa fyrir Ísland og ég er afar ánægð með að vera komin aftur í fremstu röð. Það er ekkert sjálfgefið að halda sér þar miðað við þær aðstæður sem ég bý við,“ segir Hafdís um framhaldið. „Markmiðið er að komast í úrslit en átta efstu komast þangað. Síðast þegar ég stökk á Evrópumóti innanhúss hafnaði ég í 12. sæti og það væri frábært að geta gert betur að þessu sinni. Þarna eru sterkustu stökkvarar Evrópu að fara að stökkva og raunhæft að vera í kringum 10. sætið. Það væri líka gaman að ná að setja Íslandsmet á þessu síðasta móti sem ég tek þátt í innanhúss á þessu tímabili,“ segir hún um væntingar sínar fyrir mótið. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika um helgina. Á meðal keppenda á mótinu var Hafdís Sigurðardóttir frá UFA sem verður annar af tveimur fulltrúum Íslands á Evrópumótinu innanhúss í Glasgow um næstu helgi. Hafdís varð í öðru sæti í 60 metra hlaupi á eftir hinum einkar efnilega spretthlaupara Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur úr ÍR. Hafdís vann svo gullverðlaun í sinni sterkustu grein, langstökki, en það er einmitt í þeirri grein sem hún mun keppa í á Evrópumótinu í Skotlandi um komandi helgi. Hafdís stökk 6,18 metra og var nokkuð frá sínu besta. Hún stökk hins vegar mun lengra í lokastökki sínu sem var dæmt ógilt en hún var á öðru máli og taldi stökkið gilt. Ljósmyndari sem var að mynda atrennu og stökk Hafdísar náði mynd af uppstökkinu og af þeim myndum af dæma virtist stökkið vera gilt og fékk Hafdís að stökkva aftur. Hafdís ræddi við Fréttablaðið skömmu eftir að langstökkskeppninni lauk og þar var hún augljóslega og eðlilega ekki sátt við framkvæmdina við lokastökkið. Hún segist enn fremur vera þreytt eftir törn síðustu vikna en hún hlakki þó til næstu helgar og það sé ávallt stolt sem fylgi því að keppa fyrir Íslands hönd. „Ég náði ekki alveg minni bestu frammistöðu um helgina og ég fann það alveg að ég er þreytt eftir mikið álag síðustu helgar. Það rífur í að ferðast suður til þess að keppa um allar helgar og þess á milli til Noregs. Svo er ég að vinna fulla vinnu með frjálsíþróttaiðkuninni og er með lítið barn á heimilinu. Þetta tekur mikið á og það voru þreytumerki á frammistöðu minni að þessu sinni. Það er hins vegar alltaf gaman að koma og keppa á Meistaramóti og ég er ánægð með að hafa náð í gullverðlaun,“ segir Hafdís um helgina sem að baki er. „Það er grátlegt að síðasta stökkið hafi verið dæmt, ranglega að mér sýndist, ógilt. Svo er enn leiðinlegra að það hafi verið búið að raka þegar það uppgötvaðist að þetta væri gilt þannig að það var ekki hægt að mæla það stökk. Þetta var eina stökkið þar sem ég var lík sjálfri mér og lengra en það sem ég hafði verið að stökkva þannig að það hefði verið fínt að fá mælingu. Ég hef lent í þessu áður á Evrópubikarmóti í Georgíu. Þá er ég fullviss um að ég hafi bætt Íslandsmetið í þrístökki. Það var mjög leiðinlegt að lenda í því,“ segir hún um atburðarásina í kringum lokastökk sitt. Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið hjá Hafdísi sem hefur tvívegis verið einum sentímetra frá lágmarki á Evrópumótið og fékk svo farseðil á mótið með undanþágu frá evrópska frjálsíþróttasambandinu. Þá hefur hún borið sigur úr býtum í langstökkskeppninni á Reykjavíkurleikunum og fengið silfurverðlaun á Norðurlandamóti. „Eins svekkjandi og það var að vera tvisvar sinnum hársbreidd frá því að ná lágmarkinu þá var það algerlega geggjað að fá tilkynningu frá starfsmanni Frjálsíþróttasambands Íslands um að ég væri að fara á Evrópumótið. Ég fékk tilkynningu í snjallúrið mitt á miðri æfingu. Vanalega læt ég slíkt ekki trufla æfingu hjá mér, en þarna grunaði mig að þetta væru skilaboð um að ég væri á leiðinni til Glasgow. Ég hætti því á miðri æfingu og fagnaði innilega þegar ég las þetta,” sagði hún. „Um leið og þetta hefur verið ofboðslega gaman þá hlakka ég svolítið til þess að klára innanhússtörnina og komast í smá hvíld. Nú er stefnan sett á að safna orku og undirbúa mig vel fyrir Evrópumótið. Það er ávallt mikið stolt sem fylgir því að keppa fyrir Ísland og ég er afar ánægð með að vera komin aftur í fremstu röð. Það er ekkert sjálfgefið að halda sér þar miðað við þær aðstæður sem ég bý við,“ segir Hafdís um framhaldið. „Markmiðið er að komast í úrslit en átta efstu komast þangað. Síðast þegar ég stökk á Evrópumóti innanhúss hafnaði ég í 12. sæti og það væri frábært að geta gert betur að þessu sinni. Þarna eru sterkustu stökkvarar Evrópu að fara að stökkva og raunhæft að vera í kringum 10. sætið. Það væri líka gaman að ná að setja Íslandsmet á þessu síðasta móti sem ég tek þátt í innanhúss á þessu tímabili,“ segir hún um væntingar sínar fyrir mótið.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira