„Bale má fagna mörkunum sínum eins og hann vill“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 14:00 Gareth Bale vildi ekki fagna markinu sínu í gær. Getty/Jose Breton Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira