Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Björk Eiðsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Andrea Eyland Björgvinsdóttir tók á móti Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins. Það var við hæfi að hún tæki á móti verðlaununum með fimmta barn sitt undir belti. Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. Þættirnir Líf kviknar sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu en hugmyndin spratt frá bók sem Andrea vann að í mörg ár. „Við margra ára vinnslu á bókinni Kviknar, sem hugmynd Líf kviknar er byggð á, sá ég fljótt fyrir mér að gera sjónvarp líka. Viðfangsefnið á erindi við okkur öll, börnin eru það sem heimurinn á sameiginlegt og tilfinningarnar sem fylgja barneignum, jákvæðar og neikvæðar, eru eitthvað sem við getum endalaust talað um og eigum að ræða.“ Aðspurð um tilfinninguna sem fylgdi því að hljóta Edduverðlaunin fyrir frumraun sína í sjónvarpi svarar Andrea einlæg að hún hafi verið óraunveruleg, eins og hálfgert æðiskast. „Ég var búin að ákveða að Líf kviknar fengi Eddu og sagði það strax við Þórhall Gunnarsson og Tinnu Jóhannsdóttur hjá Sagafilm, þegar ég kynnti hugmyndina fyrir þeim í fyrravor. Ég gæti hafa virst hjákátleg fyrir mörgum að tala svona en ég trúi því að draumar sem eru gerðir að markmiðum verði að veruleika ef við segjum þá upphátt og gefumst ekki upp á þeim, sama hvað dynur á. Þetta er rosaleg viðurkenning, bæði fyrir mig og Þorleif, kærasta minn sem vann þættina með mér, en við vissum í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. En líka fyrir þetta þaulvana fagfólk sem við vorum að vinna með og Símann, sem hefur nú oft orðið út undan með sitt efni á hátíðinni held ég. Hópurinn sem var í tökunum var einstakur og þau lögðu allt sitt hjarta í þetta með mér.“Andrea og Þorleifur Kamban, kærasti hennar og barnsfaðir, unnu að þáttunum saman og fagna því margfalt þessa dagana.Munar litlu hvort það eru sjö eða átta börn í heimili Andrea og Þorleifur maður hennar kynntust árið 2016, þá með þrjú börn hvort. Fyrsta barn þeirra saman, Björgvin Ylur Eykam, fæddist síðasta vor og nú er von á öðru. Samtals verða þá börnin átta. „Eykam yngri ætlar að mæta á settum degi, 26. júní, í heiminn móður sinni til óvæntrar ánægju eins og Eddan. Ég hef gengið fram yfir með fjögur börn og finnst ég eiga nokkra daga inni, svo yrði kennitalan líka svo auðveld að muna.“ „Mér finnst ekkert mál að bæta við öðru barni, sjö eða átta börn í heimili, munar voða litlu. Veistu, við sníðum okkur bara stakk eftir vexti, eitt eða tvö börn eru líka full vinna. Við elskum erilsamt heimilið okkar, að alast upp í stórri fjölskyldu eru forréttindi og við viljum að öll börnin okkar fái tækifæri til að elska hvert annað og vera elskuð til baka, ég get ekki séð neitt betra tækifæri til þess að alast upp í ást en á barnmörgu heimili með dásamlegum ömmum og öfum að auki og oft fullt hús af vinkonum og vinum. Svo var Björgvin Ylur líka svo ótrúleg viðbót í heimilislífið, hann er mest elskaða barn í heimi held ég og litli bróðir hans verður vafalaust álíka vinsæll.“ Andrea skellir upp úr þegar nefnt er við hana að börn hljóti að vera aðaláhugamálið. „Ég ætla bara að viðurkenna það hér og nú að ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á börnum, í alvöru. En samt dreymdi mig um stóra fjölskyldu og það hefur heldur betur ræst. Jú, núna eru barneignir mínar, en aðallega annarra, náttúrulega orðnar áhugamál og ég að starfa við það líka, hversu magnað er það? Foreldrar mínir ætluðu að eignast fimm börn en fengu mig eina, svo ég steig skrefið með fimmta barninu og Þorleifur var búinn að bæta um betur með þremur inn í líf okkar allra um leið og við kynntumst. Þvílík lukka!“ segir Andrea kát. Andrea segir Edduverðlaunin einfaldlega vera upphaf að einhverju öðru. „Barneignarferlið er ótæmandi brunnur af efni. Næsta skref er auðvitað að selja heiminum Líf kviknar, það dugar ekkert minna og eftir það Kviknar líf aftur, hvernig sem formið verður á þeim þáttum. Ég ætla nú ekki að kjafta öllu af mér strax.“ Birtist í Fréttablaðinu Eddan Tengdar fréttir Kona fer í stríð hlaut tíu verðlaun á Eddunni Edduverðlaunin voru veitt með pompi og prakt í kvöld. 22. febrúar 2019 21:57 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. Þættirnir Líf kviknar sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu en hugmyndin spratt frá bók sem Andrea vann að í mörg ár. „Við margra ára vinnslu á bókinni Kviknar, sem hugmynd Líf kviknar er byggð á, sá ég fljótt fyrir mér að gera sjónvarp líka. Viðfangsefnið á erindi við okkur öll, börnin eru það sem heimurinn á sameiginlegt og tilfinningarnar sem fylgja barneignum, jákvæðar og neikvæðar, eru eitthvað sem við getum endalaust talað um og eigum að ræða.“ Aðspurð um tilfinninguna sem fylgdi því að hljóta Edduverðlaunin fyrir frumraun sína í sjónvarpi svarar Andrea einlæg að hún hafi verið óraunveruleg, eins og hálfgert æðiskast. „Ég var búin að ákveða að Líf kviknar fengi Eddu og sagði það strax við Þórhall Gunnarsson og Tinnu Jóhannsdóttur hjá Sagafilm, þegar ég kynnti hugmyndina fyrir þeim í fyrravor. Ég gæti hafa virst hjákátleg fyrir mörgum að tala svona en ég trúi því að draumar sem eru gerðir að markmiðum verði að veruleika ef við segjum þá upphátt og gefumst ekki upp á þeim, sama hvað dynur á. Þetta er rosaleg viðurkenning, bæði fyrir mig og Þorleif, kærasta minn sem vann þættina með mér, en við vissum í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. En líka fyrir þetta þaulvana fagfólk sem við vorum að vinna með og Símann, sem hefur nú oft orðið út undan með sitt efni á hátíðinni held ég. Hópurinn sem var í tökunum var einstakur og þau lögðu allt sitt hjarta í þetta með mér.“Andrea og Þorleifur Kamban, kærasti hennar og barnsfaðir, unnu að þáttunum saman og fagna því margfalt þessa dagana.Munar litlu hvort það eru sjö eða átta börn í heimili Andrea og Þorleifur maður hennar kynntust árið 2016, þá með þrjú börn hvort. Fyrsta barn þeirra saman, Björgvin Ylur Eykam, fæddist síðasta vor og nú er von á öðru. Samtals verða þá börnin átta. „Eykam yngri ætlar að mæta á settum degi, 26. júní, í heiminn móður sinni til óvæntrar ánægju eins og Eddan. Ég hef gengið fram yfir með fjögur börn og finnst ég eiga nokkra daga inni, svo yrði kennitalan líka svo auðveld að muna.“ „Mér finnst ekkert mál að bæta við öðru barni, sjö eða átta börn í heimili, munar voða litlu. Veistu, við sníðum okkur bara stakk eftir vexti, eitt eða tvö börn eru líka full vinna. Við elskum erilsamt heimilið okkar, að alast upp í stórri fjölskyldu eru forréttindi og við viljum að öll börnin okkar fái tækifæri til að elska hvert annað og vera elskuð til baka, ég get ekki séð neitt betra tækifæri til þess að alast upp í ást en á barnmörgu heimili með dásamlegum ömmum og öfum að auki og oft fullt hús af vinkonum og vinum. Svo var Björgvin Ylur líka svo ótrúleg viðbót í heimilislífið, hann er mest elskaða barn í heimi held ég og litli bróðir hans verður vafalaust álíka vinsæll.“ Andrea skellir upp úr þegar nefnt er við hana að börn hljóti að vera aðaláhugamálið. „Ég ætla bara að viðurkenna það hér og nú að ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á börnum, í alvöru. En samt dreymdi mig um stóra fjölskyldu og það hefur heldur betur ræst. Jú, núna eru barneignir mínar, en aðallega annarra, náttúrulega orðnar áhugamál og ég að starfa við það líka, hversu magnað er það? Foreldrar mínir ætluðu að eignast fimm börn en fengu mig eina, svo ég steig skrefið með fimmta barninu og Þorleifur var búinn að bæta um betur með þremur inn í líf okkar allra um leið og við kynntumst. Þvílík lukka!“ segir Andrea kát. Andrea segir Edduverðlaunin einfaldlega vera upphaf að einhverju öðru. „Barneignarferlið er ótæmandi brunnur af efni. Næsta skref er auðvitað að selja heiminum Líf kviknar, það dugar ekkert minna og eftir það Kviknar líf aftur, hvernig sem formið verður á þeim þáttum. Ég ætla nú ekki að kjafta öllu af mér strax.“
Birtist í Fréttablaðinu Eddan Tengdar fréttir Kona fer í stríð hlaut tíu verðlaun á Eddunni Edduverðlaunin voru veitt með pompi og prakt í kvöld. 22. febrúar 2019 21:57 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Kona fer í stríð hlaut tíu verðlaun á Eddunni Edduverðlaunin voru veitt með pompi og prakt í kvöld. 22. febrúar 2019 21:57