Tíminn og rýmið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 07:30 „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum,“ segir Tumi. Fréttablaðið/Anton Brink Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira