Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Ari Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 06:30 Jón Þröstur var á Bonnington-hótelinu, gekk í norðurátt fram hjá Highfield-hjúkrunarheimilinu þar sem hann sást á eftirlitsmyndavél. Ekkert hefur sést til hans síðan. Rannsóknarlögreglumaður sagði leitarmenn, hunda og þyrlu hafa farið yfir "grænu svæðin“ við hótelið og Highfield. „Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
„Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00