Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Ari Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 06:30 Jón Þröstur var á Bonnington-hótelinu, gekk í norðurátt fram hjá Highfield-hjúkrunarheimilinu þar sem hann sást á eftirlitsmyndavél. Ekkert hefur sést til hans síðan. Rannsóknarlögreglumaður sagði leitarmenn, hunda og þyrlu hafa farið yfir "grænu svæðin“ við hótelið og Highfield. „Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00