Forsætisráðherra hefur áhyggjur af Brexit án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 10:27 Í viðtalinu segir Katrín meðal annars að vinstrisinnaðir vinir hennar á Bretlandi séu algerlega andsnúnir sjálfstæði Skotlands vegna þess að þeir óttist að við það færðust bresk stjórnmál lengra til hægri. Vísir/vilhelm Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019 Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Sjá meira
Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09