Lögreglan réðst inn á hótel liða á HM í skíðagöngu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:45 Max Hauke er einn hinna handteknu. Getty/Ian MacNicol Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019 Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019
Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira