Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 80-58 │Toppliðið fékk skell í Garðabæ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 22:00 vísir/daníel Stjarnan fór illa með Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í 22.umferð Domino’s deildar kvenna. Leikurinn fór fram í Mathús Garðabæjarhöllinni og sigruðu Stjörnustelpur örugglega, 80-58. Það var nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu að Stjarnan ætlaði að selja sig dýrt í kvöld og þær hófu leikinn betur og komust í 12-4 eftir aðeins fjórar mínútur. Þá tók Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur leikhlé og reyndi að vekja sínar stelpur. Leikhléið virkaði vel til að byrja með en stuttu seinna herti Stjarnan tökin og hélt áfram að leiða, staðan að loknum fyrsta leikhluta, 23-17. Það gekk mjög illa hjá liðunum að skora til að byrja með í öðrum leikhluta en Stjarnan leiddi áfram og höfðu fimm stiga forystu í hálfleik, 38-33. Þær gáfu ekkert eftir í byrjun síðari hálfleiks heldur gáfu bara í og komust 11 stigum yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik, Keflavík reyndi að minnka muninn en það gekk því miður ekki. Staðan að loknum þriðja leikhluta, 58-45. Það kom fljótt uppgjöf í lið Keflavíkur í lokaleikhlutanum en Stjarnan náði 21 stiga forskoti snemma í fjórða leikhluta og endaði á því að keyra yfir gestina. Allt byrjunarlið Stjörnunnar hvíldi síðustu mínútur leiksins enda sigurinn löngu kominn í hús. Lokatölur 80-58 og frábær sigur hjá Stjörnunni. Af hverju vann Stjarnan? Stundum er eins og annað liðið vilji hreinlega sigurinn meira og það leit þannig út í Garðabænum í kvöld. Stjörnustelpur komu gríðarlega grimmar og ákveðnar til leiks og ætluðu að ná sigri. Þær náðu forystunni snemma og létu hana aldrei af hendi. Hverjar stóðu upp úr? Eins og svo oft áður var Danielle Victoria Rodriguez frábær í liði Stjörnunnar, hún skoraði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Næst á eftir henni kom Bríet Sif Hinriksdóttir með 20 stig og 7 fráköst. Í liði gestanna var Birna Valgerður Benónýsdóttir stigahæst með 19 stig. Brittanny Dinkins hefur oft spilað betur en hún skilaði þó 12 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur var ekki upp á marga fiska í kvöld. Þær skoruðu aðeins 25 stig í síðari hálfleik og hittu ekki nema 6 af 28 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Hinum megin á vellinum réðu þær ekkert við Danielle en þær brutu 9 sinnum á henni. Hvað gerist næst? Stjarnan tekur á móti KR í öðrum hörkuleik næstkomandi miðvikudag á meðan Keflavík tekur á móti Snæfelli í öðrum hörkuleik í Keflavík. Pétur: Ég tek aðra svona frammistöðu allan daginn Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Keflavík í kvöld. Hann sagði að varnarleikurinn hafi verið frábær og verið það sem skilaði þessum sigri. „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Varnarlega vorum við mjög öflugar og við náðum að búa okkur til góð færi í sókninni í seinni hálfleik.” „Hélt yfir mjög góður leikur. Ég var búinn að kortleggja Keflavík vel og Veronica og Auður Íris stóðu sig frábærlega að dekka Dinkins og við vorum allar samstillar í vörninni. Mjög góðar ákvarðanir í bæði sókn og vörn.” Liðið hélt Brittanny Dinkins í aðeins 12 stigum sem er alls ekki auðvelt og á liðið hrós skilið fyrir það. „Hún er auðvitað frábær leikmaður en við vorum með góða varnarmenn á hana. Við pressuðum hana stíft og þetta var bara samstillt framtak og góð hjálparvörn.” Stjarnan mætir KR í næsta leik sem er annað mjög erfitt verkefni. Pétur segist vel þiggja aðra eins frammistöðu og liðið sýndi í kvöld. „Ég skal taka svona frammistöðu allan daginn. En það er bara nýtt verkefni, sigur og töp það skiptir ekki öllu. Við erum að læra með hverjum leiknum og við getum gert betur. Við ætlum bara reyna halda sama fókus,” sagði Pétur að lokum.Jóhanna: Gríðarlega mikilvægur sigur Jóhanna Björk Sveinsdóttir leikmaður Stjörnunnar átti mjög góðan leik í kvöld en hún skoraði 8 stig og tók 7 fráköst. Hún sagði að liðsheildin og vörnin hafi skilað sigri í kvöld en liðið hélt Keflavík undir 60 stigum sem sést ekki oft. „Ég myndi segja að liðsheildin og liðsvörnin hafi skilað þessu í kvöld. Við vorum ógeðslega flottar saman. Við erum með þrusugóða varnarmenn og vorum að sýna það núna og það þarf bara að byggja á þessu.” Hún sagði þetta vera gríðarlega mikilvægur sigur upp á framhaldið. „Gríðarlega mikilvægur sigur upp á framhaldið, þetta heldur okkur inn í úrslitakeppninni og hjálpar okkur í þeirri baráttu.” Hún er mjög spennt fyrir framhaldinu og næsta leik en Stjarnan fær KR í heimsókn. „Hann leggst bara vel í mig, ég er ekki mikið búinn að hugsa um hann en það er einn leikur í einu og eitt skref í einu en mér líst vel á næsta leik.” Jóhanna sagði að lokum að það væri gulls ígildi að vera með leikmenn eins og Danielle í sínu liði en hún væri frábær karakter og allar stelpurnar eru mjög ánægðar með hana.Birna Valgerður: Vorum ekki að spila saman í kvöld Birna Valgerður Benónýsdóttir leikmaður Keflavíkur var stigahæst hjá sínu liði í kvöld með 19 stig en því miður töpuðu þær stórt fyrir Stjörnunni. Hún sagði að liðið hafi ekki verið að spila saman í kvöld og að Stjarnan hafi viljað þetta meira en þær. „Við vorum ekki að spila saman í kvöld, vantaði upp á flæði og vörnin var að bregðast okkur. Svo má segja að Stjarnan hafi kannski viljað þetta meira. Þær voru ákveðnari og grimmari en við.” Keflavík fær Snæfell í heimsókn í næsta leik í hörkuleik og Birna segir að það komi ekki til greina að koma svona til leiks aftur. „Við ætlum ekki að mæta svona til leiks gegn þeim og við verðum að mæta betur stilltar og spila betur.” Birna sagði að lokum að það eru allir leikirnir í deildinni erfiðir og það myndi ekki koma á óvart ef toppbaráttan yrði svona jöfn alveg fram í seinustu umferð. Dominos-deild kvenna
Stjarnan fór illa með Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í 22.umferð Domino’s deildar kvenna. Leikurinn fór fram í Mathús Garðabæjarhöllinni og sigruðu Stjörnustelpur örugglega, 80-58. Það var nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu að Stjarnan ætlaði að selja sig dýrt í kvöld og þær hófu leikinn betur og komust í 12-4 eftir aðeins fjórar mínútur. Þá tók Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur leikhlé og reyndi að vekja sínar stelpur. Leikhléið virkaði vel til að byrja með en stuttu seinna herti Stjarnan tökin og hélt áfram að leiða, staðan að loknum fyrsta leikhluta, 23-17. Það gekk mjög illa hjá liðunum að skora til að byrja með í öðrum leikhluta en Stjarnan leiddi áfram og höfðu fimm stiga forystu í hálfleik, 38-33. Þær gáfu ekkert eftir í byrjun síðari hálfleiks heldur gáfu bara í og komust 11 stigum yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik, Keflavík reyndi að minnka muninn en það gekk því miður ekki. Staðan að loknum þriðja leikhluta, 58-45. Það kom fljótt uppgjöf í lið Keflavíkur í lokaleikhlutanum en Stjarnan náði 21 stiga forskoti snemma í fjórða leikhluta og endaði á því að keyra yfir gestina. Allt byrjunarlið Stjörnunnar hvíldi síðustu mínútur leiksins enda sigurinn löngu kominn í hús. Lokatölur 80-58 og frábær sigur hjá Stjörnunni. Af hverju vann Stjarnan? Stundum er eins og annað liðið vilji hreinlega sigurinn meira og það leit þannig út í Garðabænum í kvöld. Stjörnustelpur komu gríðarlega grimmar og ákveðnar til leiks og ætluðu að ná sigri. Þær náðu forystunni snemma og létu hana aldrei af hendi. Hverjar stóðu upp úr? Eins og svo oft áður var Danielle Victoria Rodriguez frábær í liði Stjörnunnar, hún skoraði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Næst á eftir henni kom Bríet Sif Hinriksdóttir með 20 stig og 7 fráköst. Í liði gestanna var Birna Valgerður Benónýsdóttir stigahæst með 19 stig. Brittanny Dinkins hefur oft spilað betur en hún skilaði þó 12 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur var ekki upp á marga fiska í kvöld. Þær skoruðu aðeins 25 stig í síðari hálfleik og hittu ekki nema 6 af 28 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Hinum megin á vellinum réðu þær ekkert við Danielle en þær brutu 9 sinnum á henni. Hvað gerist næst? Stjarnan tekur á móti KR í öðrum hörkuleik næstkomandi miðvikudag á meðan Keflavík tekur á móti Snæfelli í öðrum hörkuleik í Keflavík. Pétur: Ég tek aðra svona frammistöðu allan daginn Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Keflavík í kvöld. Hann sagði að varnarleikurinn hafi verið frábær og verið það sem skilaði þessum sigri. „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Varnarlega vorum við mjög öflugar og við náðum að búa okkur til góð færi í sókninni í seinni hálfleik.” „Hélt yfir mjög góður leikur. Ég var búinn að kortleggja Keflavík vel og Veronica og Auður Íris stóðu sig frábærlega að dekka Dinkins og við vorum allar samstillar í vörninni. Mjög góðar ákvarðanir í bæði sókn og vörn.” Liðið hélt Brittanny Dinkins í aðeins 12 stigum sem er alls ekki auðvelt og á liðið hrós skilið fyrir það. „Hún er auðvitað frábær leikmaður en við vorum með góða varnarmenn á hana. Við pressuðum hana stíft og þetta var bara samstillt framtak og góð hjálparvörn.” Stjarnan mætir KR í næsta leik sem er annað mjög erfitt verkefni. Pétur segist vel þiggja aðra eins frammistöðu og liðið sýndi í kvöld. „Ég skal taka svona frammistöðu allan daginn. En það er bara nýtt verkefni, sigur og töp það skiptir ekki öllu. Við erum að læra með hverjum leiknum og við getum gert betur. Við ætlum bara reyna halda sama fókus,” sagði Pétur að lokum.Jóhanna: Gríðarlega mikilvægur sigur Jóhanna Björk Sveinsdóttir leikmaður Stjörnunnar átti mjög góðan leik í kvöld en hún skoraði 8 stig og tók 7 fráköst. Hún sagði að liðsheildin og vörnin hafi skilað sigri í kvöld en liðið hélt Keflavík undir 60 stigum sem sést ekki oft. „Ég myndi segja að liðsheildin og liðsvörnin hafi skilað þessu í kvöld. Við vorum ógeðslega flottar saman. Við erum með þrusugóða varnarmenn og vorum að sýna það núna og það þarf bara að byggja á þessu.” Hún sagði þetta vera gríðarlega mikilvægur sigur upp á framhaldið. „Gríðarlega mikilvægur sigur upp á framhaldið, þetta heldur okkur inn í úrslitakeppninni og hjálpar okkur í þeirri baráttu.” Hún er mjög spennt fyrir framhaldinu og næsta leik en Stjarnan fær KR í heimsókn. „Hann leggst bara vel í mig, ég er ekki mikið búinn að hugsa um hann en það er einn leikur í einu og eitt skref í einu en mér líst vel á næsta leik.” Jóhanna sagði að lokum að það væri gulls ígildi að vera með leikmenn eins og Danielle í sínu liði en hún væri frábær karakter og allar stelpurnar eru mjög ánægðar með hana.Birna Valgerður: Vorum ekki að spila saman í kvöld Birna Valgerður Benónýsdóttir leikmaður Keflavíkur var stigahæst hjá sínu liði í kvöld með 19 stig en því miður töpuðu þær stórt fyrir Stjörnunni. Hún sagði að liðið hafi ekki verið að spila saman í kvöld og að Stjarnan hafi viljað þetta meira en þær. „Við vorum ekki að spila saman í kvöld, vantaði upp á flæði og vörnin var að bregðast okkur. Svo má segja að Stjarnan hafi kannski viljað þetta meira. Þær voru ákveðnari og grimmari en við.” Keflavík fær Snæfell í heimsókn í næsta leik í hörkuleik og Birna segir að það komi ekki til greina að koma svona til leiks aftur. „Við ætlum ekki að mæta svona til leiks gegn þeim og við verðum að mæta betur stilltar og spila betur.” Birna sagði að lokum að það eru allir leikirnir í deildinni erfiðir og það myndi ekki koma á óvart ef toppbaráttan yrði svona jöfn alveg fram í seinustu umferð.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum