Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 17:11 Svo óheppilega vill til að teikningum skopmyndateiknarans snjalla, Halldórs Baldurssonar, svipar óneitanlega til hryllingsdúkkunnar Momo. Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“ Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“
Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05