Tvöfaldur ljóðaverðlaunahafi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Ægir Þór Jahnke verðlaunaskáld er að undirbúa útgáfu á menningartímariti sem á að fá hið frumlega heiti Skandali. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóðasamkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðrabrigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“Byrjaði að yrkja í leikskóla Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öflugt tímabil við lok grunnskóla og eitthvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissulega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóðabókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höfundar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera allsherjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóðasamkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðrabrigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“Byrjaði að yrkja í leikskóla Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öflugt tímabil við lok grunnskóla og eitthvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissulega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóðabókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höfundar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera allsherjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira