Black Eyed Peas spilar á Secret Solstice Björk Eiðsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Hljómsveitin Black Eyed Peas mætir ásamt 35 manna fylgdarliði á Secret Solstice í júní. Getty/Gina Wetzler „Það hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill polli að flytja inn Black Eyed Peas. Þetta er ein allra stærsta hljómsveit seinni ára og hefur verið ein mest spilaða hljómsveitin á skemmtistöðum um allan heim frá upphafi,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live Events hjá Secret Solstice, en sveitin er þekkt fyrir lög eins og I Gotta Feeling, Let’s Get it Started og fjöldamörg fleiri. „Black Eyed Peas hefur verið með söluhæstu hljómsveitum frá upphafi og er að toppa sölu hjá listamönnum eins og Nirvana, Bryan Adams, Bob Marley, The Police, Kiss, Robbie Williams og Tupac Shakur,“ útskýrir Víkingur og nefnir einnig að sveitin hafi gefið út lög með listamönnum eins og Justin Timberlake, Britney Spears og Justin Bieber.Hvergi til sparað í uppsetningu „Bókunardeildin hjá Secret Solstice 2018 fékk ábendingu frá einum af stærri tónlistarumboðsskrifstofum heims um að Black Eyed Peas væri að taka aftur saman og farin að plana túr. Svo þegar ég kem inn og tek við sem framkvæmdastjóri í nóvember 2018 var upplagt að fá þau inn fyrir Secret Solstice 2019. Þarna náði ég um leið að láta æskudraum minn verða að veruleika! Fyrir mitt leyti er þetta stærsta bókun sem Secret Solstice hefur gert frá upphafi og er ég mjög spenntur að sjá þau.“ Ný plata með sveitinni er væntanleg í apríl og því ætti tímasetning hátíðarinnar, í júní, að henta fullkomlega. Von er á sveitinni ásamt 35 manna fylgdarliði sem samanstendur af hópi af dönsurum, ljósog hljóðmönnum, fararstjóra og fjölmiðlafólki ásamt prívat gæslu. „Þannig að það verður öllu tjaldað til og hvergi til sparað. Héðan fara þau svo beint til Rússlands þar sem þau verða aðalnúmerið á 100 þúsund manna tónleikum.“ Víkingur bendir í lokin á að það sé merkileg staðreynd nú þegar sala á tónlist sé sífellt að færast meira yfir á stafrænt form, að lag sveitarinnar I Gotta Feeling er í 11. sæti yfir mest seldu lög frá upphafi. Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Sjá meira
„Það hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill polli að flytja inn Black Eyed Peas. Þetta er ein allra stærsta hljómsveit seinni ára og hefur verið ein mest spilaða hljómsveitin á skemmtistöðum um allan heim frá upphafi,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live Events hjá Secret Solstice, en sveitin er þekkt fyrir lög eins og I Gotta Feeling, Let’s Get it Started og fjöldamörg fleiri. „Black Eyed Peas hefur verið með söluhæstu hljómsveitum frá upphafi og er að toppa sölu hjá listamönnum eins og Nirvana, Bryan Adams, Bob Marley, The Police, Kiss, Robbie Williams og Tupac Shakur,“ útskýrir Víkingur og nefnir einnig að sveitin hafi gefið út lög með listamönnum eins og Justin Timberlake, Britney Spears og Justin Bieber.Hvergi til sparað í uppsetningu „Bókunardeildin hjá Secret Solstice 2018 fékk ábendingu frá einum af stærri tónlistarumboðsskrifstofum heims um að Black Eyed Peas væri að taka aftur saman og farin að plana túr. Svo þegar ég kem inn og tek við sem framkvæmdastjóri í nóvember 2018 var upplagt að fá þau inn fyrir Secret Solstice 2019. Þarna náði ég um leið að láta æskudraum minn verða að veruleika! Fyrir mitt leyti er þetta stærsta bókun sem Secret Solstice hefur gert frá upphafi og er ég mjög spenntur að sjá þau.“ Ný plata með sveitinni er væntanleg í apríl og því ætti tímasetning hátíðarinnar, í júní, að henta fullkomlega. Von er á sveitinni ásamt 35 manna fylgdarliði sem samanstendur af hópi af dönsurum, ljósog hljóðmönnum, fararstjóra og fjölmiðlafólki ásamt prívat gæslu. „Þannig að það verður öllu tjaldað til og hvergi til sparað. Héðan fara þau svo beint til Rússlands þar sem þau verða aðalnúmerið á 100 þúsund manna tónleikum.“ Víkingur bendir í lokin á að það sé merkileg staðreynd nú þegar sala á tónlist sé sífellt að færast meira yfir á stafrænt form, að lag sveitarinnar I Gotta Feeling er í 11. sæti yfir mest seldu lög frá upphafi.
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Sjá meira
Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00