Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 15:08 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar gagnrýnir launahækkun bankastjóra Landbankans harðlega. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47