Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 12:18 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira