Chelsea svaraði fyrir niðurlæginguna með sigri í Malmö Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 21:45 Arnór Ingvi í leiknum í kvöld vísir/getty Arnór Ingvi Traustason og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum á Stamford Bridge eftir eins marks tap gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö sem tók á móti Chelsea í kvöld. Eins og búast mátti við var enska liðið mun sterkara í leiknum. Gestirnir voru mikið meira með boltann og þeir fundu marknetið eftir hálftíma leik. Ross Barkley skoraði eftir fyrirgjöf frá Pedro sem Lasse Nielsen náði ekki að hreinsa. Markið var það fyrsta sem Chelsea skorar á útivelli árið 2019. Chelsea var einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks og í seinni hálfleik héldu gestirnir yfirburðum sínum áfram. Arnór Ingvi var þó nálægt því að jafna metin á 56. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í átt að marki. David Luiz komst fyrir boltann og hann fór af varnarmanninum rétt framhjá markinu. Örfáum mínútum seinna skoraði Olivier Giroud og gerði þar með í raun út um leikinn. Leikmenn Malmö komust vart í boltann næstu mínútur eftir seinna markið og fékk Chelsea nóg af færum til þess að bæta við. Heimamenn náðu þó marki upp úr engu á 80. mínútu þegar Anders Christiansen skoraði eftir hárnákvæma sendingu frá Markus Rosenberg. Chelsea náði ekki að bæta við mörkum og fer því aðeins með eins marks forskot inn í seinni leikinn. Leikmenn Chelsea gætu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt færi sín betur í þessum leik, en útivallarmörkin tvö fara þó langt með að tryggja þeim áframhaldandi veru í keppninni. Evrópudeild UEFA
Arnór Ingvi Traustason og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum á Stamford Bridge eftir eins marks tap gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö sem tók á móti Chelsea í kvöld. Eins og búast mátti við var enska liðið mun sterkara í leiknum. Gestirnir voru mikið meira með boltann og þeir fundu marknetið eftir hálftíma leik. Ross Barkley skoraði eftir fyrirgjöf frá Pedro sem Lasse Nielsen náði ekki að hreinsa. Markið var það fyrsta sem Chelsea skorar á útivelli árið 2019. Chelsea var einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks og í seinni hálfleik héldu gestirnir yfirburðum sínum áfram. Arnór Ingvi var þó nálægt því að jafna metin á 56. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í átt að marki. David Luiz komst fyrir boltann og hann fór af varnarmanninum rétt framhjá markinu. Örfáum mínútum seinna skoraði Olivier Giroud og gerði þar með í raun út um leikinn. Leikmenn Malmö komust vart í boltann næstu mínútur eftir seinna markið og fékk Chelsea nóg af færum til þess að bæta við. Heimamenn náðu þó marki upp úr engu á 80. mínútu þegar Anders Christiansen skoraði eftir hárnákvæma sendingu frá Markus Rosenberg. Chelsea náði ekki að bæta við mörkum og fer því aðeins með eins marks forskot inn í seinni leikinn. Leikmenn Chelsea gætu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt færi sín betur í þessum leik, en útivallarmörkin tvö fara þó langt með að tryggja þeim áframhaldandi veru í keppninni.