Fótbolti

Valencia fór langt með að slá Celtic úr keppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valencia átti gott kvöld í Skotlandi
Valencia átti gott kvöld í Skotlandi vísir/getty
Celtic er líklega á leið út úr Evrópudeildinni þennan veturinn eftir tveggja marka tap gegn Valencia á heimavelli sínum í kvöld.

Skosku meistararnir náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar og ógnaði vart marki Valencia í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Glasgow.

Denis Cheryshev kom Valencia yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Ruben Sobrino. Þeir skiptu svo um hlutverk í upphafi seinni hálfleiks þegar Cheryshev lagði upp fyrir Sobrino. Lokatölur 0-2.

Celtic þarf því að galdra meistaraframmistöðu fram úr erminni eftir viku þegar liðin mætast á Spáni.

Club Brugge er í ágætum málum eftir 2-1 sigur á Salzburg og Shakhtar Donetsk gerði 2-2 jafntefli við Frankfurt á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×