SA hafnar gagntilboði verkalýðsfélaga sem segja boltann nú hjá stjórnvöldum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 15:11 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilboði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á miðvikudag buðu þau samkvæmt heimildum fréttastofu upp á 20 þúsund króna árlega hækkun launa undir sex hundruð þúsundum næstu þrjú árin en laun yfir sexhundruð þúsundum myndu hækka um 2,5 prósent. Gagntilboð verkalýðsfélaganna gekk út á að öll laun hækkuðu í krónum og að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok samningstíma. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gagntilboð ekki falla að horfum í efnahagsmálum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag sé óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og geti ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,” segir Halldór Benjamín. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í næstu viku. En í millitíðinni munu stjórnvöld funda með forsetateymi Alþýðusambandsins þar sem farið verður yfir kröfur verkalýðsfélaganna. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið,” segir Ragnar Þór. Verði niðurstaða stjórnvalda ekki ásættanleg sé komið að vissum tímamótum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24 Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilboði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á miðvikudag buðu þau samkvæmt heimildum fréttastofu upp á 20 þúsund króna árlega hækkun launa undir sex hundruð þúsundum næstu þrjú árin en laun yfir sexhundruð þúsundum myndu hækka um 2,5 prósent. Gagntilboð verkalýðsfélaganna gekk út á að öll laun hækkuðu í krónum og að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok samningstíma. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gagntilboð ekki falla að horfum í efnahagsmálum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag sé óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og geti ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,” segir Halldór Benjamín. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í næstu viku. En í millitíðinni munu stjórnvöld funda með forsetateymi Alþýðusambandsins þar sem farið verður yfir kröfur verkalýðsfélaganna. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið,” segir Ragnar Þór. Verði niðurstaða stjórnvalda ekki ásættanleg sé komið að vissum tímamótum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24 Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24
Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37