Fótbolti

Chelsea og Malmö ákærð fyrir hegðun stuðningsmanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einn stuðningsmaður hljóp að Hazard og reyndi að fá treyjuna hans
Einn stuðningsmaður hljóp að Hazard og reyndi að fá treyjuna hans vísir/getty
Chelsea og Malmö hafa bæði verið ákærð af UEFA fyrir óærðir stuðningsmanna á leik liðanna í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Félögin eru ákærð fyrir að stuðningsmennirnir hafi kastað hlutum ásamt því að nokkrir stuðningsmenn réðust inn á völlinn.

Chelsea vann leikinn í Malmö í gærkvöld 2-1. Liðin mætast öðru sinni í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í næstu viku.

Málið verður tekið fyrir af aganefnd UEFA í lok mars. Chelsea er nú þegar í vandræðum hjá UEFA því annað mál gegn félaginu verður tekið fyrir í lok febrúar. Þar eru stuðningsmenn félagsins ásakaðir um kynþáttaníð gegn leikmönnum ungverska liðsins Vidi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×