Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:29 Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30