Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:29 Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30