Ráðherrann segir þessa ákvörðun byggða á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og að hliðsjón hafi verið höfð af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Ráðgjöf sína byggi stofnunin á veiðistjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem sagt er eitt það varfærnasta sem þróað hafi verið fyrir nýtingu á nokkrum dýrastofni í heiminum.
Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að síðan hvalatalningar hófust árið 1987 hafi langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 hafi fjöldinn á Mið- og Norður-Atlantshafi verið metinn um 37 þúsund dýr, sem jafngildi um þreföldun frá 1987.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: