Lindsey Vonn segir að líkami hennar sé búinn að fá nóg og „öskri á sig að hætta“ eins og hún kemst sjálf að orði.
Hin 34 ára gamla Lindsey Vonn hefur margoft komið til baka eftir erfið meiðsli og nú er hún búin að fá nóg.
"After many sleepless nights, I have accepted I cannot continue"
Lindsey Vonn has announced her retirement from skiing.https://t.co/cPmS7BGyDfpic.twitter.com/EdX7bOPUlj
— BBC Sport (@BBCSport) February 1, 2019
„Eftir margar svefnlausar nætur þá hef ég loksins sætt mig við það að ég get ekki haldið áfram,“ sagði Lindsey Vonn.
Hún mun keppa í bruni og risastórsvigi á HM í næstu viku en það verða hennar síðustu keppnir.
„Síðustu tvær vikur hafa reynt mikið á mig andlega. Ég hef átt mjög erfitt með að átta mig á raunveruleikanum og því sem líkaminn minn er að segja mér í staðinn fyrir að hlusta á það sem hausinn og hjartað trúa að ég geti gert,“ sagði Vonn.
End of an era. @lindseyvonn announced she will retire after world championships. pic.twitter.com/7Qfg6zhYFn
— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2019
Lindsey Vonn vantar aðeins fjóra sigra á heimsbikarmótum til að ná að jafna met Svíans Ingemar Stenmark sem vann 86 slík mót á sínum ferli. Hún ætlaði sér að ná þessu meti en hefur nú játað sig sigraða.
Lindsey Vonn vann þrenn verðlaun á Ólympíuleikum þar á meðal varð hún Ólympíumeistari í bruni í Vancouver 2010. Hún vann einn tvenn gullverðlaun og sjö verðlaun á heimsmeistaramótum og gæti bætti við verðlaunum í Are í Svíþjóð.