Segir halla á önnur hverfi þar sem miðbærinn fékk mest jólaskraut Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:30 Oslóartréð á Austurvelli. Fréttablaðið/Vilhelm Af þeim ríflega 45 milljónum króna sem Reykjavíkurborg varði í skreytingar fyrir jólin 2017 fóru 32,5 milljónir, eða ríflega 72 prósent, í miðbæinn. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir hversu hátt hlutfall fór í skreytingar í miðbænum og minnir stjórnendur á að í borginni séu fleiri hverfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði í síðasta mánuði fram fyrirspurn þar sem hún óskaði eftir sundurliðun á jólaskreytingum eftir hverfum borgarinnar. Kolbrún segir að nokkrir borgarbúar hafi farið þess á leit við hana að hún óskaði eftir þessum upplýsingum. Í svari borgarinnar í borgarráði á fimmtudag kemur fram að það kostaði tæpar 32,6 milljónir króna að setja upp jólalýsingu í miðbænum og taka niður árið 2017. Á sama tíma var kostnaðurinn aðeins rúmar 40 þúsund krónur á Kjalarnesi, tæpar sex milljónir í Austurbænum og tæpar 6,5 milljónir í Vesturbænum. Kolbrún bókaði að þrátt fyrir að jólaskreytingar væru skemmtilegar og ekki gaman að vera agnúast út í þær þá væri þetta há upphæð. „Í þessu sambandi vill áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins minna á að ætíð skal gæta hófs, hagkvæmni og útsjónarsemi þegar verið er að sýsla með fé borgarbúa. Það stingur einnig nokkuð í augu í þessu svari hversu stórt hlutfall það er sem fer í skreytingar í miðbænum. Í borginni eru fleiri hverfi,“ segir Kolbrún enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Jól Borgarstjórn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Af þeim ríflega 45 milljónum króna sem Reykjavíkurborg varði í skreytingar fyrir jólin 2017 fóru 32,5 milljónir, eða ríflega 72 prósent, í miðbæinn. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir hversu hátt hlutfall fór í skreytingar í miðbænum og minnir stjórnendur á að í borginni séu fleiri hverfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði í síðasta mánuði fram fyrirspurn þar sem hún óskaði eftir sundurliðun á jólaskreytingum eftir hverfum borgarinnar. Kolbrún segir að nokkrir borgarbúar hafi farið þess á leit við hana að hún óskaði eftir þessum upplýsingum. Í svari borgarinnar í borgarráði á fimmtudag kemur fram að það kostaði tæpar 32,6 milljónir króna að setja upp jólalýsingu í miðbænum og taka niður árið 2017. Á sama tíma var kostnaðurinn aðeins rúmar 40 þúsund krónur á Kjalarnesi, tæpar sex milljónir í Austurbænum og tæpar 6,5 milljónir í Vesturbænum. Kolbrún bókaði að þrátt fyrir að jólaskreytingar væru skemmtilegar og ekki gaman að vera agnúast út í þær þá væri þetta há upphæð. „Í þessu sambandi vill áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins minna á að ætíð skal gæta hófs, hagkvæmni og útsjónarsemi þegar verið er að sýsla með fé borgarbúa. Það stingur einnig nokkuð í augu í þessu svari hversu stórt hlutfall það er sem fer í skreytingar í miðbænum. Í borginni eru fleiri hverfi,“ segir Kolbrún enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Borgarstjórn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira