Fullt út úr dyrum á „yndislegu“ Þorrablóti Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2019 17:45 Þorsteinn Sæmundsson fór á kostum sem veislustjóri að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar sem var með flott útsýni á fremsta bekk. Snorri Þorvaldsson Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni. Þorrablót Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni.
Þorrablót Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira