Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór. Hveragerði Leikhús Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór.
Hveragerði Leikhús Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira