„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 18:13 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30