Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 10:13 Jón Baldvin Hannibalsson sést hér mæta í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í Silfrinu í gær. Vísir/Vilhelm Frásagnir yfir tuttugu kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hafa verið birtar á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. Í yfirlýsingu frá konunum segir að með birtingu frásagnanna vilji þær beina sjónum að „gerandanum Jóni Baldvini Hannibalssyni“. Þá fullyrða þær að Jón Baldvin hafi brotið á fjölda kvenna og barna í áranna rás með misbeitingu valds og trausts. Sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir ásakanir flestra kvennanna og sagt þær hluta af rógsherferð gegn sér. „Nöfn okkar skipta ekki máli heldur hann sem gerandi. Umræðan á að snúast um hann, brot hans og afleiðingar þeirra. Það er kominn tími til að Jón Baldvin taki afleiðingum gerða sinna,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Mágkona, nemendur og flokkssystir Sögurnar eru 23 talsins. Sú elsta er frá árinu 1962 þegar Jón Baldvin bjó ásamt fjölskyldu sinni í Edinborg en sú nýjasta er frá árinu 2018 og gerist í samkvæmi á Spáni. Margar frásagnanna hafa birst áður, líkt og sú síðastnefnda sem gera má ráð fyrir að sé frásögn Carmenar Jóhannsdóttur en hún kom nýlega fram undir nafni og sakaði Jón Baldvin um að hafa áreitt sig kynferðislega í áðurnefndu samkvæmi á Spáni. Sjá einnig: Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Sögurnar eru settar fram með ártölum og þá er hver og ein bendluð við tiltekinn titil eða tímabil í lífi Jóns Baldvins. Þannig eru frásagnirnar kenndar við háskólastúdentinn, föðurinn, kennarann og utanríkisráðherrann Jón Baldvin, svo eitthvað sé nefnt. Þá gera konurnar að baki sögunum einnig grein fyrir tengslum sínum við Jón Baldvin þó að frásagnirnar séu allar nafnlausar: mágkona, elsta dóttir, tveir 14 ára nemendur við Hagaskóla, 17 ára starfskona í blómabúð, flokkssystir og starfskona í Ráðherrabústaðnum eru á meðal kvennanna sem segja frá hegðun Jóns Baldvins. „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“ Þannig segir mágkona Jóns Baldvins, sem ætla má að sé Margrét Schram, frá því þegar hún gisti hjá Jóni Baldvin og Bryndísi í Edinborg árið 1962. Hún heldur því fram að hún hafi vaknað um nóttina við það að Jón Baldvin var kominn upp í rúm til sín. „Eitthvað kalt og ókunnugt. Mér bregður alveg óskaplega mikið. Fyllist einhverjum viðbjóði og ræðst á skrímslið, trúlega öskrandi. Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér. Þvílík upplifun! Trúlega eins og að fá fulla fötu af ánamöðkum yfir sig.“ Sjá einnig: Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Þá segja tveir fjórtán ára nemendur Jóns Baldvins úr Hagaskóla frá meintri kynferðislegri áreitni hans. Báðar sögurnar gerast árið 1967 en önnur konan lýsir því hvernig Jón Baldvin hafi gerst æ nærgöngulli þangað til hún var farin að kvíða tímum hjá honum. „Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara sat. Ég man eftir hvað ég skammaðist mín fyrir hvað væri að gerast.“ „Faðmaði mig og kyssti og setti í framhaldinu fingur upp í leggöng mín“ Ein konan, sem segist hafa verið nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði árin 1973-1975, lýsir því hvernig Jón Baldvin hafi notað hvert tækifæri til að skjalla sig og stríða en hafi svo farið að sýna sér annars konar áhuga. „Hann átti við mig langar, háfleygar samræður á skrifstofu sinni sem létu mig halda að ég stæði honum jafnfætis. Þannig náði hann valdi yfir mér. Fór svo að lauma til mín bréfmiðum með tvíræðum skilaboðum og boðaði mig á skrifstofu sína, oft án tilefnis. Síðan steig hann skrefi lengra, faðmaði mig og kyssti og setti í framhaldinu fingur upp í leggöng mín. Þá brotnaði eitthvað inni í mér sem varð til þess að hann náði enn meira valdi yfir mér.“ Þrír nemendur Menntaskólans á Ísafirði til viðbótar eiga frásagnir á síðunni. Fjallað hefur verið um a.m.k. eina frásagnanna áður, sögu Sigríðar Huldu Richards, en hún segir Jón Baldvin hafa gengið afar langt í kynferðislegum tilburðum gagnvart nemendum skólans árin 1975-1979. Stæk áfengislykt og brjóstaþukl Sendiherradóttir í London, þá fjórtán ára, segir svo frá atviki frá árinu 1991. Hún segir Jón Baldvin og Bryndísi hafa verið gesti í veislu heima hjá foreldrum hennar í sendiherrabústaðnum í London. Hún segir Jón Baldvin hafa verið drukkinn og beðið hana um að setjast í fangið á sér „Hann er blautur af svita og lyktar hræðilega. Lyktin.... hún var svo stæk. Og hann grípur um brjóstin á mér og sleikir á mér eyrun og hálsinn. Ég lít upp eftir hjálp og sé Bryndísi. En hún er að brosa. Hún brosir til mín. Og ég frýs. Jóni finnst þetta svo fyndið eitthvað og strýkur á mér rassinn þegar ég losa mig og stend upp.“ Undir aðra sögu skrifar flokkssystir Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum en frásögnin er frá árinu 1998 þegar hann var enn formaður flokksins. Hún segir Jón Baldvin hafa komið að máli við hana og beðið hana um að koma með sér upp á herbergi til þess að ræða málefni flokksins. „Eftir smá stund segir hann við mig að hanns sé svo graður og viti ekki hvað hann eigi að gera. Hann þurfi að fá útrás. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að vera. Hann byrjaði að kyssa mig, strjúka mér og þukla. Síðan reyndi hann að fara lengra en þá kom kosningastjórinn hans sem ég þekki mjög vel og hrynti honum af mér. Ég kom mér út og heim. Það eina sem ég man enn er augnaráðið, lyktin og viðbjóðurinn sem kom frá honum.“ Allar sögurnar 23 má nálgast í heild hér. Ísafjarðarbær MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bloggsíða með sögum um áreitni Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. 4. febrúar 2019 06:00 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Frásagnir yfir tuttugu kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hafa verið birtar á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. Í yfirlýsingu frá konunum segir að með birtingu frásagnanna vilji þær beina sjónum að „gerandanum Jóni Baldvini Hannibalssyni“. Þá fullyrða þær að Jón Baldvin hafi brotið á fjölda kvenna og barna í áranna rás með misbeitingu valds og trausts. Sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir ásakanir flestra kvennanna og sagt þær hluta af rógsherferð gegn sér. „Nöfn okkar skipta ekki máli heldur hann sem gerandi. Umræðan á að snúast um hann, brot hans og afleiðingar þeirra. Það er kominn tími til að Jón Baldvin taki afleiðingum gerða sinna,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Mágkona, nemendur og flokkssystir Sögurnar eru 23 talsins. Sú elsta er frá árinu 1962 þegar Jón Baldvin bjó ásamt fjölskyldu sinni í Edinborg en sú nýjasta er frá árinu 2018 og gerist í samkvæmi á Spáni. Margar frásagnanna hafa birst áður, líkt og sú síðastnefnda sem gera má ráð fyrir að sé frásögn Carmenar Jóhannsdóttur en hún kom nýlega fram undir nafni og sakaði Jón Baldvin um að hafa áreitt sig kynferðislega í áðurnefndu samkvæmi á Spáni. Sjá einnig: Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Sögurnar eru settar fram með ártölum og þá er hver og ein bendluð við tiltekinn titil eða tímabil í lífi Jóns Baldvins. Þannig eru frásagnirnar kenndar við háskólastúdentinn, föðurinn, kennarann og utanríkisráðherrann Jón Baldvin, svo eitthvað sé nefnt. Þá gera konurnar að baki sögunum einnig grein fyrir tengslum sínum við Jón Baldvin þó að frásagnirnar séu allar nafnlausar: mágkona, elsta dóttir, tveir 14 ára nemendur við Hagaskóla, 17 ára starfskona í blómabúð, flokkssystir og starfskona í Ráðherrabústaðnum eru á meðal kvennanna sem segja frá hegðun Jóns Baldvins. „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“ Þannig segir mágkona Jóns Baldvins, sem ætla má að sé Margrét Schram, frá því þegar hún gisti hjá Jóni Baldvin og Bryndísi í Edinborg árið 1962. Hún heldur því fram að hún hafi vaknað um nóttina við það að Jón Baldvin var kominn upp í rúm til sín. „Eitthvað kalt og ókunnugt. Mér bregður alveg óskaplega mikið. Fyllist einhverjum viðbjóði og ræðst á skrímslið, trúlega öskrandi. Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér. Þvílík upplifun! Trúlega eins og að fá fulla fötu af ánamöðkum yfir sig.“ Sjá einnig: Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Þá segja tveir fjórtán ára nemendur Jóns Baldvins úr Hagaskóla frá meintri kynferðislegri áreitni hans. Báðar sögurnar gerast árið 1967 en önnur konan lýsir því hvernig Jón Baldvin hafi gerst æ nærgöngulli þangað til hún var farin að kvíða tímum hjá honum. „Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara sat. Ég man eftir hvað ég skammaðist mín fyrir hvað væri að gerast.“ „Faðmaði mig og kyssti og setti í framhaldinu fingur upp í leggöng mín“ Ein konan, sem segist hafa verið nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði árin 1973-1975, lýsir því hvernig Jón Baldvin hafi notað hvert tækifæri til að skjalla sig og stríða en hafi svo farið að sýna sér annars konar áhuga. „Hann átti við mig langar, háfleygar samræður á skrifstofu sinni sem létu mig halda að ég stæði honum jafnfætis. Þannig náði hann valdi yfir mér. Fór svo að lauma til mín bréfmiðum með tvíræðum skilaboðum og boðaði mig á skrifstofu sína, oft án tilefnis. Síðan steig hann skrefi lengra, faðmaði mig og kyssti og setti í framhaldinu fingur upp í leggöng mín. Þá brotnaði eitthvað inni í mér sem varð til þess að hann náði enn meira valdi yfir mér.“ Þrír nemendur Menntaskólans á Ísafirði til viðbótar eiga frásagnir á síðunni. Fjallað hefur verið um a.m.k. eina frásagnanna áður, sögu Sigríðar Huldu Richards, en hún segir Jón Baldvin hafa gengið afar langt í kynferðislegum tilburðum gagnvart nemendum skólans árin 1975-1979. Stæk áfengislykt og brjóstaþukl Sendiherradóttir í London, þá fjórtán ára, segir svo frá atviki frá árinu 1991. Hún segir Jón Baldvin og Bryndísi hafa verið gesti í veislu heima hjá foreldrum hennar í sendiherrabústaðnum í London. Hún segir Jón Baldvin hafa verið drukkinn og beðið hana um að setjast í fangið á sér „Hann er blautur af svita og lyktar hræðilega. Lyktin.... hún var svo stæk. Og hann grípur um brjóstin á mér og sleikir á mér eyrun og hálsinn. Ég lít upp eftir hjálp og sé Bryndísi. En hún er að brosa. Hún brosir til mín. Og ég frýs. Jóni finnst þetta svo fyndið eitthvað og strýkur á mér rassinn þegar ég losa mig og stend upp.“ Undir aðra sögu skrifar flokkssystir Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum en frásögnin er frá árinu 1998 þegar hann var enn formaður flokksins. Hún segir Jón Baldvin hafa komið að máli við hana og beðið hana um að koma með sér upp á herbergi til þess að ræða málefni flokksins. „Eftir smá stund segir hann við mig að hanns sé svo graður og viti ekki hvað hann eigi að gera. Hann þurfi að fá útrás. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að vera. Hann byrjaði að kyssa mig, strjúka mér og þukla. Síðan reyndi hann að fara lengra en þá kom kosningastjórinn hans sem ég þekki mjög vel og hrynti honum af mér. Ég kom mér út og heim. Það eina sem ég man enn er augnaráðið, lyktin og viðbjóðurinn sem kom frá honum.“ Allar sögurnar 23 má nálgast í heild hér.
Ísafjarðarbær MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bloggsíða með sögum um áreitni Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. 4. febrúar 2019 06:00 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Bloggsíða með sögum um áreitni Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. 4. febrúar 2019 06:00
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00