Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 22:00 Halla Jónsdóttir og Eyvindur Jónsson, eða Fjalla-Eyvindur og Halla. Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel. Myndlist Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel.
Myndlist Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira