Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 6. febrúar 2019 06:45 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið á sunnudag. Vísir/Vilhelm Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44