Már varar eindregið við því að laun verði hækkuð til muna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2019 11:18 Nánast má fullyrða að verkalýðsleiðtogar munu túlka orð Más sem sprengju í kjaraviðræðurnar. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“ Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“
Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45