Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:39 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í húsakynnum sáttasemjara að loknum einum samningafundi. vísir/vilhelm Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24