Heimslist og nýlunda Gunnlaugs Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. janúar 2019 12:00 Gunnlaugur Blöndal fyrir framan eitt af sínum eftirsóttu listaverkum. Verk hans vekja enn athygli og viðbrögð. Nafn Gunnlaugs Blöndals er nú á allra vörum eftir að nekt í málverkum hans misbauð einhverjum kvenkynsstarfsmönnum Seðlabankans sem þurftu að hafa þau fyrir augum þegar þær áttu fund með karlkynsyfirmönnum á skrifstofu þeirra. Niðurstaðan var sú að málverkunum var pakkað niður og þeim komið fyrir í geymslu svo þau myndu ekki valda frekari andlegum sársauka en orðið var. Þótt enginn íslenskur myndlistarmaður sé þessa stundina jafn umræddur og Gunnlaugur, sem lést árið 1962, þá er langt í frá að allir viti hver hann var og hvaða áhrif hann hafði á sínum tíma á íslenska myndlist.Konumynd frá árinu 1942. Myndir eins og þessi eru mjög eftirsóttar.Listasafn ÍslandsGunnlaugur fæddist árið 1893 á Sævarlandi í Þistilfirði. Foreldrar hans voru Björn Blöndal læknir og Sigríður Möller. Gunnlaugur stundaði teikninám og nam málaralist í Kaupmannahöfn og Ósló. Hann kynnti sér strauma og stefnur í málaralist í Þýskalandi, Vín og á Suður-Ítalíu. Árið 1923 fór hann til Parísar og stundaði þar nám og varð fyrir miklum áhrifum af franska skólanum og þau áhrif enduróma í list hans. Árið 1940 kom Gunnlaugur alkominn til Íslands.Það munúðarfulla og upphafna Árið 2006 hélt Listasafn Íslands sýningu á verkum hans og í tilefni af því kom út bók um listamanninn og þar skrifaði Harpa Þórsdóttir um listamanninn. Harpa er nú safnstjóri Listasafnsins en safnið á 38 verk eftir listamanninn. Þær myndir Gunnlaugs sem prýða þessa síðu eru allar í eigu safnsins. Spurð hvað einkenni verk Gunnlaugs segir Harpa: „Þegar ferill hans er skoðaður í heild sinni þá sést ákveðinn rauður þráður í málverkum hans og tækni sem er það munúðarfulla og upphafna, óljós mörk forms, oft þunnmálaðir litafletir sem tóna í bakgrunninum og á myndefninu sjálfu. En einnig teikning. Gunnlaugur var fær teiknari og portrettmálari. Það er mikil fjölbreytni í málverkum hans, ólíkt myndefni sem hann fékkst við og notkun pastel lita var ríkjandi hjá honum framan af.“Siglufjörður veitti Gunnlaugi innblástur og þaðan er þessi mynd frá 1940.Listasafn Íslands„Landslagsmyndir hans eru margar hverjar framan af hugljúfar en þegar á líður kemur meiri hraði, litir verða sterkari og pensilstrokurnar kröftugri. Hann málaði myndir frá Siglufirði þar sem síldarþemu voru áberandi og málaði sömuleiðis margar myndir af bátum í höfnum. Hann fékk opinber verkefni, málaði portrett af Alexandrínu drottningu á skautbúningi og af Kristjáni X. 1938 og 1939 og árið 1944 var hann fengin til að mála mynd af Þjóðfundinum árið 1851.“Maður og kona. Á þessari sjálfsmynd er listamaðurinn með konu, sennilega fyrri konu sinni, við trönurnar árið 1920.Listasafn Íslands“Módelmyndir hans sköpuðu honum síðan sérstöðu hér á landi og hann málaði þær alla tíð. Nektarmyndir hans vöktu hneykslan á sínum tíma en urðu fljótlega þær vinsælustu og eru enn í dag. Þær seldust ekki bara upp á sýningum heldur þótti eftirsóknarvert að sitja fyrir hjá honum. Gunnlaugur er einn þeirra íslensku listamanna sem hafa þessa sterku tengingu við franska skólann. Hann flutti þetta klassíska myndmál til Íslands, bjó í París í um fjögur ár á þriðja áratug síðustu aldar þegar kaffihúsin á Montparnasse hýstu skáld, listamenn og rithöfunda. Bóheminn. Það var ekki verið að mála módelmyndir, naktar fyrirsætur, hér á landi með sama hætti og Gunnlaugur gerði. Nektarmyndir hans voru heimslist og nýlunda hér á landi. Hann var einstakur á sinn hátt.“Verkið Frönsk leikkona er frá árinu 1933 og undir greinilegum áhrifum frá franska skólanum.Listasafn Íslands„Seinni eiginkona Gunnlaugs, Elísabet, sagði að myndir hans hefðu verið svo eftirsóttar að þær hefðu ekki fengið að þorna á trönunum. Honum barst mikið af myndapöntunum og var afkastamikill,“ segir Harpa.Grunar að Gunnlaugi sé skemmt Þegar Harpa er spurð hvort sú athygli sem beinst hefur að verkum Gunnlaugs sé ekki það besta sem geti hent látinn listamann segir hún: „Mig grunar að Gunnlaugi sé skemmt. Sjálf tek ég fagnandi allri umræðu um myndlist, og sú umræða má alveg snúast um smekk. Ég held líka að við höfum gott af því að taka þessa umræðu og læra að horfa á myndlist. Okkur má þykja ýmislegt um listaverk, þannig á það að vera. Myndlistin þarf að fá þetta óritskoðaða rými, sem á þó sín mörk, en það er ekkert ósæmilegt við myndir Gunnlaugs Blöndals, þar er ekkert siðleysi í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nafn Gunnlaugs Blöndals er nú á allra vörum eftir að nekt í málverkum hans misbauð einhverjum kvenkynsstarfsmönnum Seðlabankans sem þurftu að hafa þau fyrir augum þegar þær áttu fund með karlkynsyfirmönnum á skrifstofu þeirra. Niðurstaðan var sú að málverkunum var pakkað niður og þeim komið fyrir í geymslu svo þau myndu ekki valda frekari andlegum sársauka en orðið var. Þótt enginn íslenskur myndlistarmaður sé þessa stundina jafn umræddur og Gunnlaugur, sem lést árið 1962, þá er langt í frá að allir viti hver hann var og hvaða áhrif hann hafði á sínum tíma á íslenska myndlist.Konumynd frá árinu 1942. Myndir eins og þessi eru mjög eftirsóttar.Listasafn ÍslandsGunnlaugur fæddist árið 1893 á Sævarlandi í Þistilfirði. Foreldrar hans voru Björn Blöndal læknir og Sigríður Möller. Gunnlaugur stundaði teikninám og nam málaralist í Kaupmannahöfn og Ósló. Hann kynnti sér strauma og stefnur í málaralist í Þýskalandi, Vín og á Suður-Ítalíu. Árið 1923 fór hann til Parísar og stundaði þar nám og varð fyrir miklum áhrifum af franska skólanum og þau áhrif enduróma í list hans. Árið 1940 kom Gunnlaugur alkominn til Íslands.Það munúðarfulla og upphafna Árið 2006 hélt Listasafn Íslands sýningu á verkum hans og í tilefni af því kom út bók um listamanninn og þar skrifaði Harpa Þórsdóttir um listamanninn. Harpa er nú safnstjóri Listasafnsins en safnið á 38 verk eftir listamanninn. Þær myndir Gunnlaugs sem prýða þessa síðu eru allar í eigu safnsins. Spurð hvað einkenni verk Gunnlaugs segir Harpa: „Þegar ferill hans er skoðaður í heild sinni þá sést ákveðinn rauður þráður í málverkum hans og tækni sem er það munúðarfulla og upphafna, óljós mörk forms, oft þunnmálaðir litafletir sem tóna í bakgrunninum og á myndefninu sjálfu. En einnig teikning. Gunnlaugur var fær teiknari og portrettmálari. Það er mikil fjölbreytni í málverkum hans, ólíkt myndefni sem hann fékkst við og notkun pastel lita var ríkjandi hjá honum framan af.“Siglufjörður veitti Gunnlaugi innblástur og þaðan er þessi mynd frá 1940.Listasafn Íslands„Landslagsmyndir hans eru margar hverjar framan af hugljúfar en þegar á líður kemur meiri hraði, litir verða sterkari og pensilstrokurnar kröftugri. Hann málaði myndir frá Siglufirði þar sem síldarþemu voru áberandi og málaði sömuleiðis margar myndir af bátum í höfnum. Hann fékk opinber verkefni, málaði portrett af Alexandrínu drottningu á skautbúningi og af Kristjáni X. 1938 og 1939 og árið 1944 var hann fengin til að mála mynd af Þjóðfundinum árið 1851.“Maður og kona. Á þessari sjálfsmynd er listamaðurinn með konu, sennilega fyrri konu sinni, við trönurnar árið 1920.Listasafn Íslands“Módelmyndir hans sköpuðu honum síðan sérstöðu hér á landi og hann málaði þær alla tíð. Nektarmyndir hans vöktu hneykslan á sínum tíma en urðu fljótlega þær vinsælustu og eru enn í dag. Þær seldust ekki bara upp á sýningum heldur þótti eftirsóknarvert að sitja fyrir hjá honum. Gunnlaugur er einn þeirra íslensku listamanna sem hafa þessa sterku tengingu við franska skólann. Hann flutti þetta klassíska myndmál til Íslands, bjó í París í um fjögur ár á þriðja áratug síðustu aldar þegar kaffihúsin á Montparnasse hýstu skáld, listamenn og rithöfunda. Bóheminn. Það var ekki verið að mála módelmyndir, naktar fyrirsætur, hér á landi með sama hætti og Gunnlaugur gerði. Nektarmyndir hans voru heimslist og nýlunda hér á landi. Hann var einstakur á sinn hátt.“Verkið Frönsk leikkona er frá árinu 1933 og undir greinilegum áhrifum frá franska skólanum.Listasafn Íslands„Seinni eiginkona Gunnlaugs, Elísabet, sagði að myndir hans hefðu verið svo eftirsóttar að þær hefðu ekki fengið að þorna á trönunum. Honum barst mikið af myndapöntunum og var afkastamikill,“ segir Harpa.Grunar að Gunnlaugi sé skemmt Þegar Harpa er spurð hvort sú athygli sem beinst hefur að verkum Gunnlaugs sé ekki það besta sem geti hent látinn listamann segir hún: „Mig grunar að Gunnlaugi sé skemmt. Sjálf tek ég fagnandi allri umræðu um myndlist, og sú umræða má alveg snúast um smekk. Ég held líka að við höfum gott af því að taka þessa umræðu og læra að horfa á myndlist. Okkur má þykja ýmislegt um listaverk, þannig á það að vera. Myndlistin þarf að fá þetta óritskoðaða rými, sem á þó sín mörk, en það er ekkert ósæmilegt við myndir Gunnlaugs Blöndals, þar er ekkert siðleysi í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45